Formennska Íslands í Norðurskautsráðinu

Með auknum tækifærum og áskorunum sökum loftlagsbreytinga hefur mikilvægi norðurslóða vaxið og áhugi alþjóðasamfélagsins á málefnum þess aukist. Samhliða þessu hefur mikilvægi Norðurskautsráðsins aukist. Norðurskautsráðið var stofnað árið 1996 af norðurskautsríkjunum átta (Bandaríkin, Kanada, Rússla...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Stefanía Reynisdóttir 1995-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/29340
Description
Summary:Með auknum tækifærum og áskorunum sökum loftlagsbreytinga hefur mikilvægi norðurslóða vaxið og áhugi alþjóðasamfélagsins á málefnum þess aukist. Samhliða þessu hefur mikilvægi Norðurskautsráðsins aukist. Norðurskautsráðið var stofnað árið 1996 af norðurskautsríkjunum átta (Bandaríkin, Kanada, Rússland, Finnland, Ísland, Noregur, Svíþjóð og Danmörk) sem samráðs- og samvinnuvettvangur um málefni norðursóða. Formennska í ráðinu skiptist á tveggja ára fresti milli norðurskautsríkjanna átta og tekur Ísland við formennskunni í annað sinn árið 2019. Rannsóknarefni ritgerðarinnar er að kanna væntingar til komandi formennskustefnu Íslands í ráðinu 2019-2021. Sérstök áhersla er lögð á fyrrum formennskustefnur Bandaríkjanna 2015-2017 og Finnlands 2017-2019. Með tilliti til nýfrjálslyndisstefnu, mótunarhyggju og smáríkjafræða, er niðurstaða ritgerðarinnar sú að vænta megi að formennskustefna Íslands verði afmörkuð í efni og umfangi og að Ísland geti nýtt sér formennskuna til tryggingar eigin stöðu og áhrifavalds.