Summary: | Leikritið 13. krossferðin var gefið út sem bók árið 1993, sama ár og Þjóðleikhúsið tók verkið til sýninga. Höfundur leikritsins Oddur Björnsson var afkastamikið leikskáld á seinni hluta tuttugustu aldar en hann skrifaði mörg leikrit og var þetta hans síðasta. Verkið þótti á þeim tíma sem það kom út frekar óvenjulegt og flókið að byggingu og ólíkt fyrri verkum Odds. Í ritgerðinni er fyrst fjallað um höfundinn, sýningu Þjóðleikhússins og uppbyggingu verksins sem er í tveimur hlutum sem nefnast Seria og Feria. Fjallað er um persónur verksins, hinn svokallaða þríeina mann og þrískiptingu sálarinnar. Gerð er grein fyrir því hvernig aðalpersónur verksins, sem eru þrjár, virðast í raun einn og sami maðurinn með þrískipta sál og er það skoðað út frá kenningum fræðimanna um efnið. Þá er fjallað um ritúal, eðli ritúals og rítúöl sem koma við sögu í leikritinu. Þetta eru ritúölin vígsluathöfn eða heilög leið og messa. Í umfjöllun um efni leikritsins og greiningu á því er meðal annars litið til fræðimannanna Platons, Sigmunds Freuds, Martins Esslins og Leonards Proncos. Einnig er vitnað í Biblíuna á nokkrum stöðum en verkið er nokkuð trúarlegt á köflum með öllum sínum ritúölum. Áðurnefnd ritúöl eru greind í hverri senu fyrir sig og senur leikritsins sem eru 24 talsins, eru skráðar eftir persónum, staðsetningu, framvindu og lykilsetningu sem lýsir best inntaki hvers atriðis. Að lokum er fjallað um absúrd leikhúsið bæði almennt og út frá kenningum fræðimanna um það efni. Kenningarnar eru bornar saman við leikverkið og skoðað hvort það geti samkvæmt þeim talist absúrd leikverk. The theatre play The 13th Crusade was published as a book in 1993, the same year the premier opened at The National Theatre in Iceland. The author of this play, Oddur Björnsson, was a productive theatre plays writer during the latter half of the 20th century and this was the last one of his many plays. This play was generally regarded as unusual, structurally complicated and very different from the author's previous plays. At the outset of this paper, ...
|