Summary: | Með áherslubreytingum í menntamálum var lagt upp með aukið frelsi og lýðræði hvers skóla en jafnframt varð ábyrgð þeirra meiri. Breytingarnar áttu að hafa í för með sér faglegt sjálfstæði kennara við skipulag kennslu og ákvarðanir um skólamál. Ýmislegt bendir til að það hafi ekki gengið eftir sem skyldi. Í ritgerðinni er sagt frá framkvæmd og niðurstöðum tilviksrannsóknar við grunn–skólana í Breiðholti. Breiðholt varð fyrir valinu þar sem þar er óvenju mikið um innflytjendur og tekjur eru almennt lægri en annars staðar í Reykjavík. Reynt var að fá fram hvað einkennir skólasamfélagið í hverfinu og hver upplifun kennara er af kröfum sem gerðar eru til þeirra í starfi, með áherslu á faglegt sjálfstæði þeirra og sjálfsmynd. Unnið var út frá sjónarhorni gagnrýninna félagskenninga, þar sem sögulegt, félagslegt og pólitískt samhengi skólasamfélagsins er skoðað sem og áhrif þess á starfsaðstæður kennaranna. Gagna var aflað með viðtölum við níu umsjónarkennara sem allir hafa kennt í 10 ár eða lengur við skóla í krefjandi umhverfi. Jafnframt var gögnum safnað í gegnum tölvupóstsamskipti við aðila tengda skólamálum, með heimsókn í Þjónustumiðstöð Breiðholts og með upplýsingaöflun á internetinu, þ.e. athugun á rannsóknarniðurstöðum og ýmiss konar öðrum vefsíðum, í dagblöðum og með þátttöku í Menntaspjalli. Kennararnir upplifðu allir að þættir tengdir félagsfærni væru orðnir fyrirferðarmeiri í kennslu og tækju meiri tíma en áður. Samfélagið væri orðið flóknara og æ ríkari kröfur gerðar til skóla um að leysa vandamál. Af þessu leiðir að vinnuálag kennara eykst. Nemendur sem þurfa stuðning við nám sitt fjölgar í hverfinu, en á sama tíma var upplifun kennaranna að starfsfólki fari fækkandi í skólunum með þeim afleiðingum að stuðningur hafi minnkað og jafnvel horfið í einhverjum tilfellum. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu meðal annars í ljós að reynsla í starfi vó þyngst í sjálfsmynd kennaranna. Þeir eru meðvitaðir um hvaða kröfur þeir gera til sjálfra sín til að uppfylla allt sem viðkemur námi og kennslu nemenda og hvað þeim ...
|