Íþróttasafn Íslands : markaðsáætlun

Í þessari markaðsáætlun er velt upp markaðslegum möguleikum og áhrifum af stofnun nýs íþróttasafns Íslands í Laugardal í Reykjavík. Núverandi aðstæður á safnamarkaði á Íslandi í dag eru greindar þar sem m.a. er rýnt í safnalög því til stuðnings. Fjallað er um menningararf og menningarvirði auk þess...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ragnar Heimir Gunnarsson 1983-
Other Authors: Háskólinn á Bifröst
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/28375
Description
Summary:Í þessari markaðsáætlun er velt upp markaðslegum möguleikum og áhrifum af stofnun nýs íþróttasafns Íslands í Laugardal í Reykjavík. Núverandi aðstæður á safnamarkaði á Íslandi í dag eru greindar þar sem m.a. er rýnt í safnalög því til stuðnings. Fjallað er um menningararf og menningarvirði auk þess sem mikilvægi fræðslustarfs safna er greint. Við gerð sjálfrar markaðsáætlunarinnar er notast við kenningar úr markaðsfræðum sem helstu markaðsfræðingar heims hafa lagt fram á undanförnum árum og áratugum. Framkvæmd er svokölluð „SWOT-greining“ þar sem kannað er hvaða styrkleikar, veikleikar, tækifæri og ógnanir standa frammi fyrir íþróttasafni á innri og ytri markaði. Fimm krafta líkan Michael Porters er notað til nánari glöggvunar á sjálfum markaðnum og hvernig þessir kraftar geta nýst íþróttasafninu í sínu starfi. Fjallað er um þær markaðshindranir sem þarf að yfirstíga við stofnun nýs íþróttasafns. Í lok þriðja kafla er svo skoðað hvernig hinir vel þekktu fjórir söluráðar (e.marketing mix) nýtast við gerð markaðsáætlunar. Í fjórða kafla er tilgreind aðgerðaáætlun við framkvæmd markaðsáætlunarinnar. Við gerð skýrslunnar voru framkvæmd tvö svokölluð opin viðtöl, annars vegar var rætt við stjórnanda Íþróttasafns Íslands á Akranesi og við stjórnanda hins sænska íþróttasafns hins vegar. Viðtölin gáfu dýpri skilning á því hvernig íþróttasöfn starfa almennt og eru greiningar á þessum söfnum í fimmta kafla markaðsáætlunarinnar. Það er mat höfundar þessarar markaðsáætlunar að til mikils sé að vinna yrði farið í framkvæmd stofnunar veglegs íþróttasafns í Laugardal í Reykjavík. Í ljósi vitundarvakningar um heilsusamlegan lífsstíl og hreyfingu í bland við magnaðan árangur íslenskra íþróttamanna á heimsmælikvarða er ljóst að góður grundvöllur er til staðar. Með góðu samstarfi við hagsmunaaðila, stjórnvöld og íþróttahreyfinguna í heild má gera ráð fyrir því að vel skipulagt og áhugavert íþróttasafn yrði talinn vinsæll áfangastaður. This report explains how a good marketing strategy could support the establishment of a new ...