Vendikennsla : rannsókn á viðhorfi nemenda og kennara á Keili

Ritgerð þessi fjallar um hugmyndafræðina vendikennslu. Farið er yfir upphaf hennar, kosti og ókosti. Auk þess er fjallað um nokkrar rannsóknir sem gerðar hafa verið á vendikennslu en þar sem hún er frekar ný hugmyndafræði hefur hún ekki verið rannsökuð mikið. Tengslin milli virks náms og vendikennsl...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Erla Rut Jónsdóttir 1987-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/28197
Description
Summary:Ritgerð þessi fjallar um hugmyndafræðina vendikennslu. Farið er yfir upphaf hennar, kosti og ókosti. Auk þess er fjallað um nokkrar rannsóknir sem gerðar hafa verið á vendikennslu en þar sem hún er frekar ný hugmyndafræði hefur hún ekki verið rannsökuð mikið. Tengslin milli virks náms og vendikennslu eru skýrð ásamt einstaklingsbundnu námi. Vendikennsla hefur lítið verið notuð á Íslandi en með aukinni þekkingu gæti það átt eftir að breytast. Gerð var megindleg rannsókn á viðhorfum nemenda og kennara á Háskólabrú Keilis. Sendur var tölvupóstur með vefslóð að spurningakönnun og fengust 48 svör, 8 frá kennurum og 40 frá nemendum. Niðurstöður sýna að bæði nemendur og kennarar eru mjög ánægðir með vendikennslu sem kennsluform og telja það nýtast sér mjög vel. Sérstaklega segjast nemendur vera ánægðir með vendikennslu í stærðfræðikennslu. Flestir svöruðu því til að vendikennsla hentaði þeim betur en annað kennsluform. Þó er möguleiki á að nemendur hafi sótt í námið á Keili vegna vendikennslunnar og hafi vitað að hún hentaði þeim vel. Nemendur eru sérstaklega jákvæðir og segjast margir vilja að vendikennsla sé notuð mun meira í námi en gert er í dag. Auk þess segja nemendur vendikennsluna henta sér vel þar sem þeir geti stjórnað tíma sínum sjálfir og sé hentug fyrir þá sem eiga við einhvers konar námsörðugleika að stríða. This master thesis is about the flipped classroom, how the approach was formed and its pros and cons. As the flipped classroom is a rather new ideology it has not been studied greatly but in this thesis a few of the studies that have been carried out are reviewed. The link between the flipped classroom and active learning is addressed as well as individualised learning. The flipped classroom has not been used a lot in Iceland but as the knowledge about it grows this might change. A quantitative research was conducted amoung students and teachers in Keilir on their attitude towards the flipped classroom. This was done by sending an e-mail with the link to an online web survey. 48 responses were ...