Summary: | Meistaraverkefnið ,,Börn í tómarúmi“ er byggt á listasmiðjum sem ég hélt í samstarfi við Rauða kross Íslands og Þjóðminjasafn Íslands. Listasmiðjurnar fóru fram í húsnæði Rauða krossins. Þátttakendur voru hælisleitandi börn og ungmenni staðsett á stór-Reykjavíkursvæðinu. Fyrri hluti ritgerðarinnar fjallar um fyrri reynslu mína sem kennari og listamaður sem hefur nýst mér við gerð smiðjunnar á meðan seinni hlutinn fjallar um smiðjurnar sjálfar og fræðin sem liggja til grundvallar. Markmið smiðjanna var þríþætt: Í fyrsta lagi að skapa aðstæður til að virkja og hvetja unga hælisleitendur til að tjá sig í myndrænu formi án orða og í öðru lagi að bjóða þátttakendunum að taka þátt í Barnamenningarhátíð með því að setja upp sýningu í Þjóðminjasafninu. Í þriðja lagi var markmiðið var að halda sýningu í sambandi við Barnamenningarhátíð og þar með gera börnin sýnilegri í nærsamfélaginu, gefa smá innsýn á hagi þeirra og vekja áhuga og umræðu um málefni barna á flótta. Með því að gefa þeim rödd á þennan hátt skapaðist forsenda til valdeflingar. Markmið þessa verkefnis er að sýna fram á að reynsla þessara einstaklinga skiptir máli. Því vildi ég gefa þeim tækifæri til að taka þátt í þessu verkefni á sínum forsendum. This subject of this thesis is based on my experience of holding an art workshop in collaboration with the Red Cross and the National Museum of Iceland for young asylum seekers. The workshops were held in the facilities of the Red Cross. The participants were asylum seeker children and youths in the Reykjavík capital area. The project is divided in two parts. The first one is about my previous experience as an artist and teacher. The experiences of those two working fields have been used for constructing the workshops. The second part is about the workshop and the educational theories and pedagogy the project is based on. The objectives of the workshops were threefold: 1. To engage young asylum seekers in artistic expression without words (most of the children speak languages other than Icelandic or English). 2. ...
|