Með lífið í lúkunum : móttaka og meðferð heilablóðfallssjúklinga

Verkefnið er lokað til 10.6.2018. Rannsóknaráætlun þessi er lokaverkefni til B.S. prófs í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Tilgangur fyrirhugaðrar rannsóknar er að athuga hvort munur sé á móttöku og meðferð einstaklinga sem fá heilablóðfall í fyrsta skipti á landsbyggðinni samanborið við höf...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Arna Hrund Baldursd. Bjartmarz 1988-, Ragnheiður Sjöfn Reynisdóttir 1990-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/27952
Description
Summary:Verkefnið er lokað til 10.6.2018. Rannsóknaráætlun þessi er lokaverkefni til B.S. prófs í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Tilgangur fyrirhugaðrar rannsóknar er að athuga hvort munur sé á móttöku og meðferð einstaklinga sem fá heilablóðfall í fyrsta skipti á landsbyggðinni samanborið við höfuðborgarsvæðið. Við fyrirhugaða rannsókn munu höfundar nota megindlega rannsóknaraðferð og gagnasöfnun þar sem leitast verður við að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum: 1) Er munur á móttöku og meðferð sjúklinga sem fá heilablóðfall á landsbyggðinni samanborið við höfuðborgarsvæðið? 2) Hverjar eru batahorfur þeirra einstaklinga sem fá heilablóðfall á landsbyggðinni samanborið við þá sem eru á höfuðborgarsvæðinu? Úrtak fyrirhugaðrar rannsóknar verða einstaklingar sem hafa hlotið heilablóðfall á Íslandi. Skilyrði fyrir þátttöku er að hafa náð 18 ára aldri og vera búsettur á Íslandi. Búast má við að einn af hverjum sjö fái heilablóðfall einhvern tímann á lífsleiðinni. Átta af hverjum tíu fá blóðþurrðarslag og tveir heilablæðingu. Vari einkenni lengur en í eina klukkustund hefur blóðþurrðin oftast leitt til heiladreps og því er afar mikilvægt að meðferð sé hafin eins fljótt og hægt er hvar sem sjúklingur er staðsettur. Rannsóknir hafa sýnt að hjúkrunarfræðingar sem starfa á landsbyggðinni gegna þar lykilhlutverki og er því gerð mikil krafa til þekkingar og færni þeirra. Með fyrirhugaðri rannsókn má skoða hvort móttöku og meðferð sé ábótavant á landsbyggðinni og hvort hægt sé að gera móttöku þeirra sem fá heilablóðfall þar markvissari og öruggari fyrir sjúklinginn svo hann nái sem mestum bata. This protocol is a final project for the B.S. thesis for a Nursing degree from the University of Akureyri. The purpose of the intended study is to examine whether there is a difference in the reception and treatment of first time stroke patients in the country side as opposed to those in the capital area. In this intended study, the authors will use a quantitative research method and data collection where they will attempt ...