Leynist einelti og kynbundin áreitni innan Kennarasambands Íslands? : megindleg rannsókn á algengi eineltis og kynbundinnar áreitni innan aðildarfélaga Kennarasambands Íslands

Verkefnið er lokað til 8.5.2018. Þessi rannsókn byggir á könnun sem í samvinnu við Kennarasamband Íslands (KÍ) var lögð var fyrir alla félagsmenn aðildarfélaga KÍ. Ætlunin var að kanna vinnustaðaeinelti og kynbundna áreitni en könnunin var send á 9.839 félagsmenn og tóku 4.518 þátt. Niðurstöður sýnd...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Jóhann Björn Sigurgeirsson 1990-, Friðrik Már Ævarsson 1985-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/27909
Description
Summary:Verkefnið er lokað til 8.5.2018. Þessi rannsókn byggir á könnun sem í samvinnu við Kennarasamband Íslands (KÍ) var lögð var fyrir alla félagsmenn aðildarfélaga KÍ. Ætlunin var að kanna vinnustaðaeinelti og kynbundna áreitni en könnunin var send á 9.839 félagsmenn og tóku 4.518 þátt. Niðurstöður sýndu að 10,2% þátttakenda höfðu orðið fyrir einelti á vinnustað sínum á síðast liðnum tveimur árum og 21,2% töldu sig hafa orðið vitni að einelti. Fæst málin voru tilkynnt og enn færri fengu viðeigandi úrvinnslu. Hæst var hlutfall eineltis innan Félags framhaldsskólakennara en lægst var það hjá Félagi stjórnenda leikskóla og Skólastjórafélagi Íslands. Athygli vakti að einelti virðist vera algengara hjá eldri hópum auk þess að karlar voru líklegri fórnarlömb en konur. Þegar litið var til kynbundinnar áreitni var hún algengust innan Félags framhaldsskólakennara og Félags stjórnenda í framhaldsskólum en minnst var um hana hjá Félagi leikskólakennara. Enginn munur var á kynjunum en yngstu aldurshóparnir finna meira fyrir henni en aðrir hópar. Ein athyglisverðasta niðurstaða rannsóknarinnar var sú staðreynd að 37,0% þátttakenda sögðust ekki vita hvert þeir ættu að tilkynna brot ef þeir yrðu fyrir aðkasti en þegar litið var einungis til stjórnendafélaganna helmingaðist sú tala. Því er ljóst að einelti og kynbundin áreitni fyrirfinnst víða innan KÍ og þegar einungis brot mála fær úrlausn er vert að bregðast við hið fyrsta áður en vandinn vex enn meira. Þegar litið er til þess að flest sinnum við starfinu okkar betur og afköstum meiru þegar okkur líður vel í vinnu hljóta allir að sjá sér hag í því að skapa gott og þægilegt vinnuumhverfi þar sem ungdómur landsins undirbýr sig fyrir komandi átök lífsins. Lykilhugtök: Vinnustaðaeinelti, kynbundin áreitni, Kennarasamband Íslands. This paper reports on a survey on workplace bullying and gender-based harassment (GBH) carried out in collaboration with the Teachers Union (KÍ) in Iceland. Of those 9.839 self-questionnaire sent only 4.518 responded. Results indicated that in the last ...