Ungir hjúkrunarfræðinemar: Viðhorf og væntingar til hjúkrunarstarfsins

Bakgrunnur: Ákveðið hlutfall ungra nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga hættir í hjúkrun á fyrstu tveimur árum eftir útskrift. Það leiðir af sér frekari skort á hjúkrunarfræðingum en þetta er þekkt vandamál um allan heim. Ýmsir þættir sem meðal annars tengjast vinnuumhverfi hjúkrunarfræðinga og þættir se...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Elín Björnsdóttir 1992-, Þórhildur Briem 1992-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/27686
Description
Summary:Bakgrunnur: Ákveðið hlutfall ungra nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga hættir í hjúkrun á fyrstu tveimur árum eftir útskrift. Það leiðir af sér frekari skort á hjúkrunarfræðingum en þetta er þekkt vandamál um allan heim. Ýmsir þættir sem meðal annars tengjast vinnuumhverfi hjúkrunarfræðinga og þættir sem tengjast líðan hjúkrunarfræðinema í hjúkrunarfræðinámi hafa áhrif á ákvörðun þeirra um að starfa við hjúkrun í framtíðinni. Tilgangur: Megintilgangur þessa verkefnis var að kanna hvaða þættir í vinnuumhverfi hjúkrunarfræðinga hefðu áhrif á ákvörðun nemenda á lokaári í hjúkrunarfræði um að starfa við hjúkrun í framtíðinni. Jafnframt var kannað hversu margir þeirra ætluðu sér að starfa við hjúkrun að námi loknu og hvaða þættir það væru í hjúkrunarfræðináminu sem nemendur töldu að mætti bæta til að þeir væru betur undirbúnir til að takast á við hjúkrunarstarfið. Aðferð: Gerð var megindleg rannsókn með lýsandi könnunarsniði. Úrtak rannsóknarinnar náði til allra hjúkrunarfræðinema sem fæddir eru árið 1980 og síðar og koma til með að útskrifast frá Háskóla Íslands og Háskólanum á Akureyri vorið 2017, samtals 112 nemenda. Gagna var aflað með spurningalista sem auk bakgrunnsspurninga innihélt spurningar um áform um að starfa við hjúkrun, vinnuumhverfi hjúkrunarfræðinga, laun þeirra og viðhorf til hjúkrunarfræðináms. Spurningalistinn var sendur rafrænt til hjúkrunarfræðinemanna. Svörunin var 76% (n=85). Niðurstöður: Um 86% þátttakenda töldu mjög líklegt eða líklegt að þeir yrðu starfandi sem hjúkrunarfræðingar tveimur árum eftir útskrift. Rúmlega þriðjungur (35%) þátttakenda taldi þó mjög líklegt eða líklegt að þeir myndu starfa við annað en hjúkrun í framtíðinni. Helstu þættir í vinnuumhverfi hjúkrunarfræðinga sem hafa áhrif á ákvörðun þeirra um að starfa við hjúkrun í framtíðinni voru sanngjörn laun, hæfilegt vinnuálag, sveigjanlegur vinnutími, góður starfsandi, áhugi á starfinu, möguleiki á starfsþróun, starfsánægja, að geta leitað óhikað eftir aðstoð annarra samstarfsmanna og fjölbreytni í starfi. Það sem ...