Faraldsfræði nýrnasteinasjúkdóms í íslenskum börnum

Inngangur: Nýrnasteinar eru fremur óalgengir meðal barna en tíðni þeirra hefur ekki verið vel rannsökuð í þeim aldurshópi. Nýlegar rannsóknir hafa bent til aukins nýgengis nýrnasteinasjúkdóms í börnum. Markmið rannsóknarinnar var að kanna nýgengi, algengi og endurkomutíðni nýrnasteinasjúkdóms í ísle...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sólborg Erla Ingvarsdóttir 1987-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:English
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/27649
Description
Summary:Inngangur: Nýrnasteinar eru fremur óalgengir meðal barna en tíðni þeirra hefur ekki verið vel rannsökuð í þeim aldurshópi. Nýlegar rannsóknir hafa bent til aukins nýgengis nýrnasteinasjúkdóms í börnum. Markmið rannsóknarinnar var að kanna nýgengi, algengi og endurkomutíðni nýrnasteinasjúkdóms í íslenskum börnum á árunum 1985-2013. Efniviður og aðferðir: Gagna var aflað úr sjúkraskrárkerfum Landspítala, Sjúkrahússins á Akureyri og Röntgen Domus Medica er tóku til sjúkdóms- (ICD), myndgreiningar- og aðgerðakóða er skilgreindu nýrnasteina meðal einstaklinga <18 ára aldri. Sjúkraskrár allra þátttakenda voru yfirfarnar til að skilgreina þýðið, sannreyna steinasjúkdóm og finna einkenni sem tengdust sjúkdómnum og endurkomu. Endurkoma nýrnasteina var skilgreind sem kviðverkir með blóðmigu, merki um niðurgöngu steins og/eða merki um nýjan stein á myndrannsókn. Aldursstaðlað nýgengi nýrnasteina í þessum aldursflokki var reiknað út frá mannfjöldatölum Hagstofu Íslands fyrir tímabilin 1985-1989, 1990-1994, 1995-1999, 2000-2004, 2005-2009 og 2010-2013, og breytingar skoðaðar með poisson aðhvarfsgreiningu. Algengi var reiknað fyrir árin 1999-2013. Kaplan-Meier aðferð var notuð til að meta endurkomu og kí-kvaðrat, Fisher´s exact, Wilcoxon rank-sum og log-rank próf til að bera saman hópa. Niðurstöður: Alls greindust 190 einstaklingar með sinn fyrsta stein á rannsóknartímabilinu og af þeim voru 112 (59%) stúlkur. Miðgildi (spönn) aldurs við greiningu var 15,0 (0,2-17,99) ár. Árlegt nýgengi jókst úr að meðaltali 3,7/100.000 á fyrstu 5 árum rannsóknartímabilsins í 11,0/100.000 á árunum 1995-2004 (p<0.001), en minnkaði svo niður í 8,7/100.000 á árunum 2010-2013 (p=0.63). Mesta aukning á nýgengi reyndist vera meðal stúlkna á aldrinum 13-17 ára en þar jókst nýgengið úr 9,8/100.000 árin 1985-1989 í 39,2/100.000 árin 2010-2013. Nýgengi lækkaði marktækt (p=0.02) meðal drengja seinni hluta tímabilsins. Algengi nýrnasteinasjúkdóms meðal barna árin 1999-2013 var að meðaltali 45/100.000 hjá drengjum og 52/100.000 hjá stúlkum og ...