Druslugöngur og Brjóstabylting: Uppruni upprunasagna? Saga, minni og mótun sjálfsmynda í íslenskum samtíma

Þann 3. apríl 2011 klæddu konur sig upp í sitt ,,druslulegasta“ púss og fjölmenntu út á götur Toronto í því skyni að mótmæla staðhæfingu lögreglumanns þar í borg, um að konur gætu forðast nauðganir með því að klæða sig ekki eins og druslur. Þessi mótmæli breiddust fljótlega út um heim, og strax sama...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ægir Þór Jahnke 1988-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/27605
Description
Summary:Þann 3. apríl 2011 klæddu konur sig upp í sitt ,,druslulegasta“ púss og fjölmenntu út á götur Toronto í því skyni að mótmæla staðhæfingu lögreglumanns þar í borg, um að konur gætu forðast nauðganir með því að klæða sig ekki eins og druslur. Þessi mótmæli breiddust fljótlega út um heim, og strax sama sumar var sambærileg mótmælaganga haldin í Reykjavík. Síðan þá hefur þessi ganga verið árlegur viðburður hér í borg. Fjórum árum síðar vakti það hörð viðbrögð á veraldarvefnum þegar sextán ára gömul íslensk stúlka birti mynd af þér þar sem sást i geirvörtur hennar. Í kjölfarið tóku íslenskar stúlkur (og strákar raunar líka) sig til að birtu ógrynni sambærilegra mynda til að mótmæla bæði ritskoðun á samfélagsmiðlun og, fyrst of fremst, þeim tvískinnungi sem ræður ríkjum varðandi birtingu kven- og karllíkamans. Bæði Druslugangan og Brjóstabyltingin snúast um rétt kvenna yfir eigin líkama og má líta á sem röklegt framhald af fyrri baráttumálum kvenna. Þá eru þetta jafnframt atburðir sem hvergi sér fyrir endann á, þeir eru lifandi í sögunni og í minni okkar sem erum að upplifa þá. Þessi ritgerð fjallar ekki um sögu þessara tveggja hreyfinga (sem mjög tengjast innbyrðis). Henni er ætlað að greina téða atburði í þeirra félagslega og sögulega samhengi. Skoða ég þá sem dæmi um mótun nýrra kennileita minninga í samtímasögu sem virðist fleyta hraðar og hraðar fram með hverju ári. Sú hröðun þýðir að atburðir sem eru lifandi í minni verða (oft allt of fljótt) annað hvort undir í samkeppni við aðra þætti eða verða steyptir í fast mót og tapa þá einhverju af hinu lifandi gildi sínu. Litið verður til minnisrannsókna, bæði út frá forfeðrum þeirra eins og Maurice Halbwachs og Pierre Nora, sem og skoðaðar verða rannsóknir samtímafólks eins og hjónanna Jans og Aleidu Assmann. Þá verður fjallað sérstaklega um tengsl sögu og minnis í íslenskri sagnfræði. Hvað hinu eiginlega sögulega efni viðkemur verður helst stuðst við frumheimildir í fjölmiðlum síðustu ára, ásamt viðtölum við fólk sem að þessari sögu kom. Hvað fræðilega rammanum við ...