„Álfarnir sjást með ævintýraauganu“: Af samskiptum álfa og manna í Hamrinum í Hafnarfirði

Í ritgerðinni er fjallað um álfasagnir og álfatrú. Megináhersla er lögð á að skoða virkni og birtingamyndir álfatrúar og álfasagna samtímans – og hvaða tilgangi sagnir af álfum og huldufólki þjóna fyrr og nú. Þá er þess freistað að komast að því hvort þessar sagnir hafi enn raunveruleg áhrif í samfé...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Halldóra Pálmarsdóttir 1971-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/27433
Description
Summary:Í ritgerðinni er fjallað um álfasagnir og álfatrú. Megináhersla er lögð á að skoða virkni og birtingamyndir álfatrúar og álfasagna samtímans – og hvaða tilgangi sagnir af álfum og huldufólki þjóna fyrr og nú. Þá er þess freistað að komast að því hvort þessar sagnir hafi enn raunveruleg áhrif í samfélagi nútímans og hver þau áhrif þá eru. Til að svara rannsóknarspurningum ritgerðarinnar var rýnt í ólíkar textategundir sem segja frá trú manna á hliðarheim sem mönnum er oftast hulinn en þeir fá þó stöku sinnum ákveðna innsýn í. Þessar textategundir eru sagnir af ýmsum toga, svo sem ævintýri, þjóðsögur, flökkusagnir og fantasíur. Að lokum er sjónum beint að ákveðnu kennileiti í Hafnarfirði, Hamrinum svonefnda, sem setur mikinn svip á gamla bæinn og þar má jafnframt finna lífseigar munnlegar sagnir sem segja frá heimkynnum og heimsóknum álfa.