Einangrun og efnagreining lífvirkra efna úr norðuratlantshafsljósátu: Þróun á heilsuvöru úr hafinu

Með aukinni vitund manna á hollum lífstíl og almennu heilbrigði hafa vinsældir omega-3 fitusýra, þá aðallega EPA og DHA, aukist svo um munar en þessar fitusýrur eru taldar gegna mikilvægu hlutverki í almennri líkamsstarfsemi allt frá þroskun fósturs til æviloka. Fram til þessa hafa afurðir unnar úr...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sólveig Guðmunda Guðmundsdóttir 1991-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/27031
Description
Summary:Með aukinni vitund manna á hollum lífstíl og almennu heilbrigði hafa vinsældir omega-3 fitusýra, þá aðallega EPA og DHA, aukist svo um munar en þessar fitusýrur eru taldar gegna mikilvægu hlutverki í almennri líkamsstarfsemi allt frá þroskun fósturs til æviloka. Fram til þessa hafa afurðir unnar úr þorskalifur verið meginuppspretta fitusýranna en undanfarið hefur áhugi manna á ljósátuolíu verið að aukast. Ljósátuolía er ríkuleg uppspretta þessara omega-3 fitusýra en olían inniheldur einnig astaxanthin andoxunarefni sem gefur olíunni rauðan lit og verndar olíuna að einhverju leyti fyrir oxun. Markmiðið með rannsókninni var að þróa aðferð til að einangra lífvirk efni úr norðuratlantshafsljósátu með hámarks nýtni varðandi vinnslu efnanna. Ljósátan var veidd við Ísafjarðardjúp en hingað til hafa nær eingöngu verið unnar afurðir úr suðurhafsljósátu sem veidd er við Suðurskautslandið. Nokkrar mismunandi útfærslur af úrhlutunaraðferðum voru prófaðar og magn innihaldsefna kannað á corona (charged aerosol) nema tengdum við UltiMate 3000 vökvaskilju (HPLC). Kannað var hvort frostþurrkun væri nauðsynleg fyrir vinnslu á olíunni og niðurbrotsmæling var framkvæmd fyrir olíurnar. Að auki voru aðkeyptar olíur sem innihalda omega-3 fitusýrur mældar til samanburðar við ljósátuolíuna. Sú úrhlutunaraðferð sem kom best út þegar tekið er tillit til allra þátta, það er olíumagns, samsetningu fitusýra, niðurbrots olíu og tímasparnaðar við framkvæmd, var úrhlutunaraðferð með etanóli og afþýddri ljósátu í hlutföllunum ½:1, hrært á segulhræru í 2 klst, síað með síupappír, aðskilið með skiltrekt og klóróform eimað frá með rotavapor. Olía unnin með þessari aðferð hafði peroxíð gildi 0,94 meq/kg en samkvæmt GOED (Global Organization for EPA and DHA Omega-3s) Voluntary Monograph er hámarks peroxíð gildi fyrir olíur sem innihalda EPA og DHA 5 meq/kg. Ljósátuolíurnar höfðu almennt lægra peroxíð gildi heldur en þorskalýsisolíurnar sem gefur til kynna að astaxanthin hafi einhver verndandi áhrif á fitusýrurnar þar sem andoxunarefnið finnst ekki í þorskalýsisafurðum. With people being more aware of a healthy diet and healty living, the popularity of omega-3 fatty acids, especially EPA and DHA, has arisen. These fatty acids are considered important for general functions of the human body, from fetal development to the end of life. So far, products made from cod liver have been the main source of the fatty acids, but recently interest in krill oil has been rising. Krill oil is a good source of these omega-3 fatty acids but the oil also contains the antioxidant astaxanthin, which gives the oil its red colour and protects the oil partly from oxidation. The aim of the study was to develop a method to isolate bioactive compounds from North Atlantic Krill that gave maximum yield for the process. The krill was caught in Ísafjarðardjúp, but until now most of the krill products on the market have been made from Antarctic krill caught in the Antarctic Ocean. Several types of extraction methods were tested and the quantity of the ingredients were tested on a corona (charged aerosol) detector connected to UltiMate 3000 HPLC. The importance of freeze drying the krill before extraction of the oil was tested and degradation analysis was used for the oils. Furthermore some commercial oils that contain omega-3 fatty acids were measured for comparison to the krill oil. The extraction method that gave the best results when all factors were taken into account, i.e. quantity of oil, composition of fatty acids, degradation of the oil and time spent on the method, was an extraction method with ethanol and defrozen krill in ½:1 ratio, stirred on a magnetic stirrer for 2 hours, filtered with a filter paper, layers separated with separating funnel and rotary evaporator used for distillation of chloroform. Oil processed with this method gave the peroxide value of 0,94 meq/kg but the limit for oils that include EPA and DHA is 5 meq/kg according to GOED (Global Organization for EPA and DHA Omega-3s) Voluntary Monograph. In general, the krill oils had lower peroxide value than the cod liver oils, which indicates that astaxanthin may have some protective effect on the fatty acids, as the antioxidant can not be found in cod liver products.