Kraftur náttúrunnar

Meistaraverkefnið Kraftur náttúrunnar er byggt á námskeiði sem ég skipulagði og kenndi fyrir mentorverkefnið Vinátta sem rekið er af Velferðarsjóði barna á Íslandi. Listaháskóli Íslands er samstarfsaðili Velferðarsjóðs og sér um móttöku og kennslu fyrir mentora og skjólstæðinga þeirra. Í ritgerðinni...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ingiríður Harðardóttir 1962-
Other Authors: Listaháskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/26769
Description
Summary:Meistaraverkefnið Kraftur náttúrunnar er byggt á námskeiði sem ég skipulagði og kenndi fyrir mentorverkefnið Vinátta sem rekið er af Velferðarsjóði barna á Íslandi. Listaháskóli Íslands er samstarfsaðili Velferðarsjóðs og sér um móttöku og kennslu fyrir mentora og skjólstæðinga þeirra. Í ritgerðinni fjalla ég annars vegar um þá hugmynda- og kennslufræði sem liggur til grundvallar námskeiðinu svo sem; menntun til sjálfbærni, fjölmenningarlegar áherslur í kennslu og valdeflingu í gegnum listsköpun. Hins vegar fjalla ég um námskeiðið Kraftur náttúrunnar en það er von mín að verkefnið geti orðið innlegg í hvernig nýta megi listsköpun sem valdeflingu fyrir jaðarhópa og að það hafi orðið um leið til sjálfseflingar fyrir mentora og skjólstæðinga þeirra. Verkefnið er 20 eininga meistaraprófsverkefni til M.Art.Ed gráðu í listkennslufræðum við Listaháskóla Íslands. Í verkefninu skoða ég sjálfa mig sem listgreinakennara, móta starfskenningu mína og vinn með hugmyndir mínar varðandi sjálfbæra þróun, fjölmenningarlegar áherslur í kennslu og sjálfseflingu í gegnum listsköpun. This master’s project The Power of Nature, is based on a course I organized and taught for the Mentor Project Friendsship, which is financially supported by the Icelandic Childrens Welfare Fund. The Iceland Academy of the Arts is affiliated with the the Icelandic Children’s Welfare Fund and handles the reception and training for the mentors and their participants. In this thesis I will firstly discuss the theories and pedagogy the project is based on, such as education for sustainability, multicultural education and empowerment through art education. Secondly, I will discuss the course itself, The Power of Nature. It is my hope that the project will become valuable contribution to to discussion on how art education empower marginalized groups. I hope the participation in the workshop was empowering for the mentors and the participating children. The project is 20-credit Masters thesis for the M.Art.Ed degree in Art Education at the Icelandic Academy of ...