Áhrif breytinga á gatnamótum Lönguhlíðar og Miklubrautar á ferðatíma og umferðarflæði

Í þessu meistaraverkefni eru skoðuð áhrif breytinga á gatnamótum Lönguhlíðar og Miklubrautar á ferðatíma og umferðarflæði á Miklubrautinni milli Skeiðarvogs og Snorrabrautar. Til þess er notað umferðarhermunarforritið TransModeler SE frá Caliper. Fjögur tilfelli voru til skoðunar í viðbót við grunnt...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ævar Valgeirsson 1990-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/26735
Description
Summary:Í þessu meistaraverkefni eru skoðuð áhrif breytinga á gatnamótum Lönguhlíðar og Miklubrautar á ferðatíma og umferðarflæði á Miklubrautinni milli Skeiðarvogs og Snorrabrautar. Til þess er notað umferðarhermunarforritið TransModeler SE frá Caliper. Fjögur tilfelli voru til skoðunar í viðbót við grunntilfellið um enga breytingu. Tilkoma tígulgatnamóta í stað núverandi gatnamóta gefur bestu niðurstöðuna samkvæmt umferðarhermunum, með styttingu á ferðatíma í vesturátt um 10,1% og um 7,1% í austurátt. Afnám gönguljósa sitt hvoru megin við gatnamót Miklubrautar og Lönguhlíðar gaf næstbestu niðurstöðuna. Þriðja besta tillagan var að koma fyrir þremur nýjum beygjuvösum við gatnamótin. Nýtt deiliskipulag Miklubrautar milli Rauðarárstígs og Lönguhlíðar, sem felur í sér að bætt sé við forgangsakrein Strætó í austur átt á Miklubrautinni, gaf minnstan ávinning umfram enga breytingu þar sem hvorki ferðatími né umferðarflæði breyttust marktækt til batnaðar. In this Master’s thesis, the effects of changing the intersection of Langahlíð and Miklabraut in Reykjavík on travel time and traffic flow on Miklabraut between Skeiðarvogur and Snorrabraut are examined using microscopic traffic simulation in TransModeler SE from Caliper. Four scenarios were investigated in addition to the null scenario of no change. The introduction of a tight urban diamond interchange at the intersection of Langahlíð and Miklabraut gave the best results, according to the traffic simulation, with travel time reduced by 10,1% for the west bound traffic and by 7,1% for the east bound traffic. Removing traffic light controlled pedestrian crosswalks on both sides of the intersection gave the next best results, after that came adding turning bays for right turning traffic at the intersection. The scenario which gave the least beneficial results, with a not significant change in travel time or traffic flow, was the current municipal plan for Miklabraut between Rauðarárstígur and Langahlíð, which involves adding an extra lane for east bound public transportation.