Mentorverkefnið Vinátta

Tilgangur þessarar rannsóknar er að varpa ljósi á mikilvægi mentorverkefnisins Vinátta er lýtur að vellíðan 7–10 ára barna í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu, Borgarnesi og Akureyri. Gerð verður grein fyrir markmiði og tilgangi mentorverkefnisins, út frá hugmyndafræðilegum kenningum og bakgrunni men...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Hólmfríður Rós Rúnarsdóttir 1978-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/26608
Description
Summary:Tilgangur þessarar rannsóknar er að varpa ljósi á mikilvægi mentorverkefnisins Vinátta er lýtur að vellíðan 7–10 ára barna í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu, Borgarnesi og Akureyri. Gerð verður grein fyrir markmiði og tilgangi mentorverkefnisins, út frá hugmyndafræðilegum kenningum og bakgrunni mentorverkefnisins. Fjallað verður um niðurstöður rannsókna og lögð áhersla á að skoða helstu áhrifaþætti sem stuðla að jákvæðum þroska og vellíðan barna. Rannsóknin hófst í byrjun október 2014 og lauk í apríl 2015. Þátttakendur í rannsókninni voru samtals 74 (N=74). Úrtakið samanstóð af börnum/þátttakendum sem tóku þátt í mentorverkefninu Vinátta. Um var að ræða 7-10 ára gömul börn óháð kyni í öllum þeim grunnskólum sem mentorverkefnið náði til. Alls tóku 24 grunnskólar þátt í rannsókninni, þar af voru 15 skólar á höfuðborgarsvæðinu, 8 skólar á Akureyri og 1 skóli í Borgarnesi. Fyrir þátttöku í mentorverkefninu var svarhlutfallið 99%. Eftir mentorverkefnið var svarhlutfallið 97%. Notast var við staðlaðan spurningalista, Vellíðunarkvarða, sem var fenginn frá Skólapúlsinum árið 2014 og mælir vellíðan á víðu rófi tilfinninga. Skólapúlsinn lagði Vellíðunarkvarðann fyrir grunnskólabörn á aldrinum 10–15 ára í öllum opinberum skólum á landsvísu árið 2014–2015 og var svarhlutfallið 80%. Þá var niðurstaða þeirrar könnunar notuð til samanburðar við niðurstöðu þessarar rannsóknar. Enginn marktækur munur var á líðan þátttakenda fyrir og eftir mentorverkefnið. Aftur á móti mátti greina mun á vellíðan fyrir mentorverkefnið og eftir mentorverkefnið í samanburði við niðurstöðu könnunar Skólapúlsins árið 2014–2015. Niðurstöður rannsóknar gefa til kynna að nemendur sem tóku þátt í mentorverkefninu upplifa meiri vanlíðan samanborið við niðurstöðu könnunar Skólapúlsins á líðan nemenda í öllum grunnskólum landsins.