Hvernig má leggja mat á fagurferðilegt gildi landslags?

Landslag er eitt af þeim viðföngum sem leggja skal mat á í Rammaáætlun þegar ákvörðun er tekin um hvort landsvæði verði nýtt til orkuvinnslu eða njóti verndar. Landslagshugtakið vísar til flókins veruleika þar sem hlutbundnir þættir landslagsins, jafnt sem skynjun fólks og upplifun á þeim sömu þáttu...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Guðbjörg R. Jóhannesdóttir 1980-, Edda R.H. Waage 1969-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/26376
Description
Summary:Landslag er eitt af þeim viðföngum sem leggja skal mat á í Rammaáætlun þegar ákvörðun er tekin um hvort landsvæði verði nýtt til orkuvinnslu eða njóti verndar. Landslagshugtakið vísar til flókins veruleika þar sem hlutbundnir þættir landslagsins, jafnt sem skynjun fólks og upplifun á þeim sömu þáttum haldast í hendur. Við mat á landslagi er því þörf á fjölbreyttri þekkingarfræðilegri nálgun og margháttuðum aðferðum. Í þriðja áfanga Rammaáætlunar var í fyrsta sinn kallað eftir mati á fagurfræðilegu-, upplifunar- og tilfinningalegu gildi íslensks landslags. Markmið rannsóknarinnar sem hér er kynnt er að svara þessu kalli og þróa aðferðafræðilega nálgun sem gerir kleift að svara spurningum um fagurferðilegt gildi landslags á tilteknum landsvæðum. Beitt var eigindlegum aðferðum þar sem gagna var aflað í gegnum einstaklingsviðtöl, hópviðtöl og þátttökuathuganir. Tvö svæði voru tekin til skoðunar og borin saman, annars vegar við Þjórsá, og hins vegar á Reykjanesskaga. Samanburður var jafnframt gerður milli tveggja hópa fólks, annars vegar meðal þeirra sem vel þekkja til á rannsóknarsvæðunum, og hins vegar meðal fólks sem hafði litla þekkingu á svæðunum. Fjallað verður um aðferðafræðilegar áskoranir og helstu niðurstöður, sem meðal annars benda á mikilvægi hlutdeildar landslagsins í gagnaöflunarferlinu.