Summary: | Þetta verkefni er lokaritgerð til BA-prófs í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands. Verkefnið er rannsóknarskýrsla um upplifun unglinga af þátttöku sinni í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskóla í Reykjavík. Í skýrslunni er að finna fræðilega umfjöllun um unglingsárin, þar sem einkum er fjallað um þroska unglinga út frá kenningum Erikson og Piaget. Einnig er fjallað um kenningar og rannsóknir á sviði mismunandi lista, viðburða, hópa og óformlegs náms. Leitast er við að fá innsýn í upplifun unglingsins af þátttöku hans í Skrekk, skilja mikilvægi viðburðarins fyrir unglinginn og sjá viðburðinn með augum hans. Notast var við eigindlega rannsókn þar sem tekin voru fjögur hálfopin einstaklingsviðtöl við unglinga sem allir hafa tekið þátt í Skrekk einu sinni eða oftar. Rýnt var í viðtölin og þau greind niður í þemu sem voru m.a. mikilvægi Skrekks, tækifæri og reynslunám. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að unglingar sem taka þátt í Skrekk upplifa viðburðinn á jákvæðan hátt. Unglingar, hópastarf, viðburður, Skrekkur, reynslunám, óformlegt nám, sviðslist.
|