Horn sem efniviður í hönnun og smíði

Höfundur tekst á við námsefnisgerð í hornavinnu á sviði uppeldismiðaðrar smíðakennslu sem ætluð er bæði íslenskum grunnskóla og alþýðu. Hornavinna á sér sögulegar rætur í íslenskri þjóðmenningu og hefur verið stunduð í gegnum margar aldir bæði sem heimilisiðnaður og listgrein. Höfundur leitaði fanga...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Karólína Borg Sigurðardóttir 1979-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/26034
Description
Summary:Höfundur tekst á við námsefnisgerð í hornavinnu á sviði uppeldismiðaðrar smíðakennslu sem ætluð er bæði íslenskum grunnskóla og alþýðu. Hornavinna á sér sögulegar rætur í íslenskri þjóðmenningu og hefur verið stunduð í gegnum margar aldir bæði sem heimilisiðnaður og listgrein. Höfundur leitaði fanga á minjasöfnum og studdist við ritaðar og munnlegar heimildir úr ýmsum áttum og tók viðtöl við handverksfólk sem smíðar hluti úr hornum. Námsefnið inniheldur verkefnasafn sem lýsir að hluta gerð hefðbundinna íslenskra nytjahluta en jafnframt hefur höfundur þess hannað nokkra hluti sem teljast nýir. Þróun verkefnanna var byggð á tilraunavinnu höfundar með stuðningi skriflegra og munnlegra heimilda. Verkaðferðum við vinnslu hráefnisins er lýst og smíði verkefnanna útlistuð. Námsefninu fylgir einnig greinargerð þar sem kenningum um nám og kennslu er gerð skil sem gætu stutt við grunnskólakennslu í hornavinnu. Jafnframt eru settar fram hugmyndir að notkun námsefnisins í grunnskóla. Að lokum veltir höfundur upp spurningum um gildi þjóðlegs handverks fyrir samtíma okkar. Using horn as craft material has been practiced amongst craft people in Iceland through the centuries; both in the context of cottage craft and art. The author has formed a textbook on how to use horn as a working material for Design and Craft education. The work is dedicated to the Icelandic elementary school and practising craft people. The textbook consists of various projects from horn and information on how horns are handled before they are used as a craft material. Then the author, moreover, describes several traditional and historical artefacts made from horn. The work is based on the author’s research within museums, research on the literature of the craft and also uses interviews with practicing craft people about their projects. The project designs, inside the textbook, were based on national Icelandic artefacts that people used in their daily lives through the centuries, and there are also artefacts that the author has designed for the present ...