„Vantar bara að þær þori að hætta sér í pulsupartíið“ : ríkjandi orðræður um keppnina Gettu betur og kvenkyns keppendur hennar

Það hefur lengi verið rætt um það hversu fáar stúlkur taki þátt í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur. Markmið rannsóknar þeirrar er þessi ritgerð byggir á, er að greina orðræðurnar sem eru ríkjandi um keppina og rannsaka hvernig kvenkyns keppendur staðsetja sig gagnvart þeim, í því augna...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Inga Þóra Ingvarsdóttir 1979-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/26029
Description
Summary:Það hefur lengi verið rætt um það hversu fáar stúlkur taki þátt í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur. Markmið rannsóknar þeirrar er þessi ritgerð byggir á, er að greina orðræðurnar sem eru ríkjandi um keppina og rannsaka hvernig kvenkyns keppendur staðsetja sig gagnvart þeim, í því augnamiði að varpa ljósi á ástæður þess að svo fáar stúlkur taka þátt í keppninni. Í rannsókninni, sem er eigindleg, eru greind þrástef í þeim orðræðum sem eru ríkjandi um keppnina. Tilgangurinn er að varpa ljósi á það hvað verður til þess að stúlkur ákveða að taka þátt, hver reynsla stúlknanna sé af því að taka þátt í fyrirbæri þar sem piltar hafa ráðið ríkjum, og að fá hugmyndir að því hvernig betur megi standa að því að hvetja stúlkur til þátttöku. Þá veitir þessi rannsókn ákveðið sjónarhorn á framhaldsskólann sem kynjaðan vettvang. Stuðst verður við hugmyndir og kenningar Butler og McRobbie um kyngervi og kvenleika. Tekin voru tvö rýnihópaviðtöl við alls fimm kvenkyns fyrrverandi keppendur í Gettu betur. Einn kvenkyns fyrrverandi keppandi svaraði spurningum úr spurningaramma skriflega. Umfjöllun um Gettu betur í skólablöðum framhaldsskóla var skoðuð og greind, með aðaláherslu á þá skóla sem best hefur gengið í keppninni. Niðurstöðurnar sýna að árangur Menntaskólans í Reykjavík í Gettu betur er þrástef sem litar aðrar orðræður. Annað þrástef snýst um keppendur sem gáfnaljós og hvernig þeir höndla þann stimpil. Þá er ríkjandi nokkur þöggun um stúlkur í Gettu betur í umfjöllun skólablaðanna. Viðmælendur í rannsókninni hafa blendnar tilfinningar til þess að vera stimplaðar sem gáfnaljós, þó þær hafi fengið jákvæð viðbrögð í sínum skólum við þátttöku sinni í keppninni. Einnig samsama þær sig ekki ríkjandi hugmyndum um kvenleika. Lítil þátttaka stúlkna í Gettu betur á sér margþættar ástæður eins og niðurstöðurnar gefa til kynna. Yfirbragð keppninnar sem og mótun kyngervis stúlkna gera að þeim er örðugt að sjá sinn stað innan hennar. The dearth of female participants in Gettu betur, the annual quiz show contest between the ...