„Um leið og þau fá val, fer þeim að finnast þetta skemmtilegt“ : um vinnustofur Grunnskólans á Bakkafirði

Markmið þessa meistaraprófsverkefnis er að rannsaka hvað einkennir kennsluhætti í vinnustofum Grunnskólans á Bakkafirði og hvernig þeir samræmast ákvæðum Aðalnámskrár grunnskóla (2011). Jafnframt er leitast við að greina hver hugmyndafræðin er á bak við þá kennsluhætti sem viðhafðir eru í vinnustofu...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Hrefna Ýr Guðjónsdóttir 1983-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Bak
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/26027
Description
Summary:Markmið þessa meistaraprófsverkefnis er að rannsaka hvað einkennir kennsluhætti í vinnustofum Grunnskólans á Bakkafirði og hvernig þeir samræmast ákvæðum Aðalnámskrár grunnskóla (2011). Jafnframt er leitast við að greina hver hugmyndafræðin er á bak við þá kennsluhætti sem viðhafðir eru í vinnustofunum og að kanna viðhorf kennara, foreldra og nemenda til starfsins sem þar fer fram. Grunnskóli Bakkafjarðar er á norðausturhorni landsins með 15 nemendur og tvo kennara ásamt einum skólastjóra sem einnig sinnir kennslu. Fyrir fjórum árum var ákveðið að breyta um kennsluhætti fyrir nemendur á eldra stigi skólans, sem voru þá ellefu, til að reyna að sporna við leiða og áhugaleysi nemenda sem kennurum skólans fannst óviðunandi. Tekin var upp kennsla í svokölluðum vinnustofum í samtals ellefu kennslustundir á viku í samfélagsgreinum, náttúrufræði auk listgreina. Eigindlegri rannsóknaraðferð er beitt við að greina starf vinnustofanna. Tekin voru viðtöl við tvo kennara og er annar þeirra skólastjóri skólans. Einnig var rætt við ellefu nemendur og foreldra þeirra vorið 2015 til að kynnast viðhorfum þeirra. Vettvangsathugun var gerð þar sem fylgst var með nemendum í vinnustofunum og ítarlega skráð það sem fyrir augu og eyru bar. Helstu niðurstöður benda til þess að nemendur, foreldrar og kennarar séu ánægðir með þetta nýja kennslufyrirkomulag. Viðmælendur eru sammála því að nemendur taki meiri ábyrgð á námi sínu auk þess sem áhugi þeirra sé meiri. Starf í vinnustofunum samræmist vel ákvæðum aðalnámskrár (2011) og getur vel orðið öðrum skólum fyrirmynd. The goal of this master´s thesis is to investigate the teaching methods utilized in the workshops in Bakkafjörður Elementary School (BES) and how they apply to the new Icelandic National Curriculum (2011). Furthermore, the ideological basis behind the workshops at Bakkafjörður is analysed, and the opinions of teachers, parents and students on the workshops documented. BES is located in the remote northeast corner of Iceland and is occupied by 15 students, two teachers and a ...