Að læra og leika á Rauðarárholti

Markmið verkefnis þessa var að taka saman verkefnasafn fyrir leikskólakennara um útinám og útikennslu á leikskólastigi, sem og að miðla upplýsingum sem nýst gætu kennurum við undirbúning útináms. Verkefnasafnið er hugsað fyrir svæðið við Rauðarárholt í Reykjavík. Verkefnin taka mið af ákvæðum Aðalná...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Kristjana Kristjánsdóttir 1992-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/25875
Description
Summary:Markmið verkefnis þessa var að taka saman verkefnasafn fyrir leikskólakennara um útinám og útikennslu á leikskólastigi, sem og að miðla upplýsingum sem nýst gætu kennurum við undirbúning útináms. Verkefnasafnið er hugsað fyrir svæðið við Rauðarárholt í Reykjavík. Verkefnin taka mið af ákvæðum Aðalnámsskrár leikskóla (2011) um sjálfbærnimenntun, heilbrigði og velferð, jafnrétti, sköpun og námsumhverfi. Verkefnin fjalla um náttúrufræði, samfélagsfræði og sjálfbærni með því að vinna með gróður, plöntur og dýralíf. Verkefnasafninu fylgir greinagerð þar sem gerð er grein fyrir kostum og annmörkum útináms og útikennslu. Þá er fjallað um kenningar og hugmyndafræði sem tengjast útinámi og útikennslu og að lokum er útinám tengt við Aðalnámskrá leikskóla (2011). Í þeirri umfjöllun kom í ljós að niðurstöður rannsókna benda til þess að kennarar eru oft óöruggir þegar kemur að útikennslu og því oft ragari við að prófa þá kennsluaðferð í sínu starfi, en kostir útináms eru fjölmargir og er ávinningur barna þar ofarlega. Útinám og útikennslu ættu allir kennarar að geta tileinkað sér án mikillar fyrirhafnar, auk þess sem að útinám gerir það oft að verkum að ólíklegustu einstaklingar ná þar að blómstra þar sem þessi kennsluaðferð hentar sumum börnum mjög vel.