Nám í framhaldsskóla fjarri heimabyggð

Verkefnið er lokað til 11.6.2026. Ritgerð þessi er lokaritgerð til M.Ed.-prófs í menntunarfræðum við Háskólann á Akureyri. Markmið ritgerðarinnar er að skoða hvað það er sem ræður framhaldsskólavali 10. bekkinga sem þurfa að sækja framhaldsskóla fjarri heimabyggð. Fjallað er um það nám sem í boði er...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Kolbrún Sjöfn Magnúsdóttir 1974-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/25223
Description
Summary:Verkefnið er lokað til 11.6.2026. Ritgerð þessi er lokaritgerð til M.Ed.-prófs í menntunarfræðum við Háskólann á Akureyri. Markmið ritgerðarinnar er að skoða hvað það er sem ræður framhaldsskólavali 10. bekkinga sem þurfa að sækja framhaldsskóla fjarri heimabyggð. Fjallað er um það nám sem í boði er í framhaldsskólum og fjölda þeirra nemenda sem sækja framhaldsskóla, skoðað hvað það er sem ræður áhuga og trú unglinga á eigin getu, hvatning foreldra og hver kostnaður er vegna náms í framhaldsskóla fjarri heimabyggð. Rannsóknin var viðtalsrannsókn. Viðtöl voru tekin við sex nemendur í 10. bekk grunnskóla og fjóra nemendur sem stunda nám við framhaldsskóla. Viðtölin snérust um hvað það er sem ræður framhaldsskólavali 10. bekkinga sem sækja þurfa framhaldsskóla fjarri heimabyggð og voru svör nemenda í 10. bekk borin saman við svör framhaldsskólanemenda. Einnig var horft til hvatningar foreldra, trúar nemenda á eigin getu og kostnaðar vegna náms í framhaldsskóla fjarri heimabyggð. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að ekki er hægt að segja að það sé eitt fremur en annað sem ræður því í hvaða framhaldsskóla þeir nemendur fara sem sækja þurfa framhaldsskóla fjarri heimabyggð. Svo virðist sem þeir kjósi þó frekar að sækja framhaldsskóla sem er næstur þeirra heimabyggð en að fara lengra til, þó svo að í boði sé heimavist við þá skóla eða þeir eigi aðstandendur sem þeir geti búið hjá. Niðurstöður við þeim tveimur aukaspurningum sem lagt var upp með sýndu annars vegar að allir þátttakendur fengu hvatningu frá foreldrum sínum í námi og upplifa hana mjög jákvæða. Hins vegar kom í ljós að foreldrar ræða við unglinga sína um þann kostnað sem það felur í sér að sækja framhaldsskóla fjarri heimabyggð. This thesis is a final thesis for M.Ed. degree in magister education science at the University of Akureyri. The aim of the thesis is to evaluate the reasons behind 10th graders' choice of secondary education if only available outside their own area. The thesis covers the education on offer at secondary level and the number of ...