Kennsla nemenda með íslensku sem annað mál : upplifun umsjónarkennara

Þessari rannsókn var ætlað að varpa ljósi á upplifun umsjónarkennara á þeim stuðningi sem þeir fá við kennslu þegar nemendur sem hafa íslensku sem annað mál hefja grunnskólagöngu hér á landi. Tilgangurinn var að reyna að komast að því hvernig stuðningi væri háttað og hvort að hann væri nægilegur til...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Fríður Gunnarsdóttir 1990-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/25196
Description
Summary:Þessari rannsókn var ætlað að varpa ljósi á upplifun umsjónarkennara á þeim stuðningi sem þeir fá við kennslu þegar nemendur sem hafa íslensku sem annað mál hefja grunnskólagöngu hér á landi. Tilgangurinn var að reyna að komast að því hvernig stuðningi væri háttað og hvort að hann væri nægilegur til að koma til móts við umsjónarkennara og nemendur í grunnskólum. Leitast var við að koma auga á hvað væri gott í þessu ferli og hvað mætti betur fara og hvort að umsjónarkennarar væru undirbúnir til að mæta þessum hópi nemenda. Með þessu var leitast við að finna leiðir til að gera skólastarfið sem ákjósanlegast bæði fyrir umsjónarkennara og nemendur þannig að öllum líði vel í skólaumhverfinu. Leitað var svara við rannsóknarspurningunni með viðtölum við umsjónarkennara með reynslu af kennslu nemenda með íslensku sem annað mál. Rannsóknin var eigindleg og byggði á hálfstöðluðum viðtölum við sjö viðmælendur. Hún fór fram í bæjarfélagi á landsbyggðinni. Þær upplýsingar sem umsjónarkennarar gáfu byggðu þeir á persónulegri reynslu og hugmyndum um stuðning við kennslu nemenda með íslensku sem annað mál. Skoðaður var bæði formlegur og óformlegur stuðningur sem og fræðsla, þekking og undirbúningur umsjónarkennara. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að það þyrfti meiri fræðslu um kennslu nemenda með íslensku sem annað mál og að sú fræðsla yrði að vera hluti af kennaranámi. Einnig að það þyrfti námskeið fyrir kennara sem kenna nemendum með íslensku sem annað mál og greiðari aðgang að efni sem gæti nýst í kennslu. Þá sýndu niðurstöður að stuðningurinn yrði að koma frá fræðsluyfirvöldum og einstaklingum sem búa yfir reynslu af kennslu þessa nemendahóps. Niðurstöður gáfu til kynna að umsjónarkennarar reyni að koma til móts við nemendur með íslensku sem annað mál en þeir myndu vilja meiri stuðning og fræðslu. The objective of this research was to highlight the experience of supervising teachers regarding the support they receive in teaching when pupils start primary school in Iceland and have Icelandic as a second language. ...