"Það virðast allir vita hvað þeir vilja" : reynsla stjórnenda íslenskra hönnunarfyrirtækja af samskiptum og menningu vegna markaðssetningar í Japan, Kína og Hong Kong.

Hönnun er ung atvinnugrein á Íslandi en hefur farið vaxandi á árunum eftir efnahagshrunið 2008. Hér var sérstaklega horft til hönnunar á lífsnautnavörum en mörg hönnunarfyrirtæki hafa fært út kvíarnar frá innanlandsmarkaði, meðal annars til Austur-Asíu. Ólík menning fylgir fjarlægum mörkuðum og þar...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Hulda Jónsdóttir 1975-
Other Authors: Háskólinn á Bifröst
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/25163
Description
Summary:Hönnun er ung atvinnugrein á Íslandi en hefur farið vaxandi á árunum eftir efnahagshrunið 2008. Hér var sérstaklega horft til hönnunar á lífsnautnavörum en mörg hönnunarfyrirtæki hafa fært út kvíarnar frá innanlandsmarkaði, meðal annars til Austur-Asíu. Ólík menning fylgir fjarlægum mörkuðum og þar af leiðandi menningarmismunur en þetta eru þættir sem skipta máli í alþjóðlegum viðskiptum. Aðalmarkmið þessarar rannsóknar var að fá skilning og innsýn inn í reynslu stjórnenda íslenskra hönnunarfyrirtækja af samskiptum við dreifingaraðila, umboðsmenn og verslunareigendur vegna markaðssetningar í Austur-Asíu og hvernig þeir tókust á við menningarlegar áskoranir. Tekin voru viðtöl við stjórnendur íslenskra hönnunarfyrirtækja sem selja lífsnautnavörur í Japan, Kína og Hong Kong. Notast var við fyrirbærafræði. Viðmælendur voru þrír karlmenn og fimm konur sem eru stjórnendur hjá íslenskum hönnunarfyrirtækjum. Helstu niðurstöður voru að stjórnendurnir upplifðu að viðskiptavinir þeirra í Japan, Kína og Hong Kong kæmu hreint fram, væru pottþéttir og vissu hvað þeir vildu, að eftirspurn væri eftir evrópskum lúxus- og gæðavörum og að Austur-Asíubúar færu sínar eigin leiðir í klæðaburði. Sýnileiki var jafnframt talinn mikilvægur og kom fram að samskiptamiðlar njóti vinsælda á þessum markaði. Stjórnendurnir sögðust takast á við áskoranir með umburðarlyndi og sveigjanleika til að koma á góðum samskiptum og halda í viðskiptavinina. Upplýsingaöflun var lykilþáttur til að takast á við þær áskoranir sem fylgja stórum og fjarlægum markaði. Þekking á markaðnum var einnig leið til að takast á við áskoranir og komu samstarfsaðilar á svæðinu þar sterkt inn. Að síðustu kom fram að auðveldara væri að eiga viðskipti við fjarlæg lönd en áður og að viðskipti væru ekki svo frábrugðin á þessum markaði en annars staðar í heiminum. Design is a young sector in Iceland but has been growing since the economic collapse in 2008. Here we are emphasising on designing hedonic products, but many design companies are marketing their products abroad, such ...