Verðmæti Laugardalsins Hefur skipulag áhrif á fasteignaverð

Verðmæti útivistarsvæða hefur ekki verið mikið rannsakað hér á landi. Í þessari rannsókn er verðmæti útivistarsvæðisins í Laugardal Reykjavík skoðað út frá fasteignaverði með óbeinu verðmati (e. Hedonic price technique). Metið er hvort útivistarsvæðið sé áhrifaþáttur í fasteignaverði eða sóun á góðu...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Brynjar Þór Jónasson 1974-
Other Authors: Landbúnaðarháskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/25098
Description
Summary:Verðmæti útivistarsvæða hefur ekki verið mikið rannsakað hér á landi. Í þessari rannsókn er verðmæti útivistarsvæðisins í Laugardal Reykjavík skoðað út frá fasteignaverði með óbeinu verðmati (e. Hedonic price technique). Metið er hvort útivistarsvæðið sé áhrifaþáttur í fasteignaverði eða sóun á góðu byggingalandi. Á undanförnum árum hefur eftirspurn eftir byggingarlóðum verið talsvert meiri en framboð. Það er því mikilvægt fyrir skipulagsfræðinga að átta sig á verðmætum útivistarsvæða við skipulagsgerð, einnig að hægt sé að benda á hagræn rök fyrir tilurð vandaðra útivistarsvæða. Ekki er mikið af gögnum hér á landi, sem skipulagsfræðingar geta stuðst við í skipulagsgerð, sem staðfesta hagræn áhrif útivistarsvæða. Gögn er snúa að fasteignamarkaði eru hinsvegar aðgengileg, safnað saman af opinberum aðila, Þjóðskrá Íslands, og samantektir birtar á vefsíðu stofnunarinnar. I þessari rannsókn er skoðað hvort fasteignir í fjölbýli í nánd við útivistarsvæðið í Laugardalnum eru hærra verðlagðar en þær sem fjær standa. Mat er lagt á hvort merkjanlegur munur er á verði fasteignanna eftir því hversu nálægt þær eru útivistarsvæðinu í Laugardalnum, mælt í metrum. Eignunum er skipt upp í tvo flokka, annarsvegar eignir innan 200 metra frá jaðri og hinsvegar eignir utan 200 metra frá jaðri. Einnig er mat lagt á hvort útsýni, þ.e. hvort hægt er að horfa úr einhverju stað fasteignarinnar yfir Laugardalinn, hefur áhrif á verð. Með niðurstöðum rannsóknarinnar, verður hægt með þessum hætti að leggja mat á peningalegt verðmæti Laugardalsins í Reykjavík. The value of urban green areas has not been extensively studied in Iceland. In this study, the value of the urban green area in Laugardalur Reykjavik will be viewed and valued in regards of housing prices using Hedonic price technique and questions asked regardin if it is a factor in housing prices or a waste of good building land. In recent years the demand for building sites has been higher than supply. It is important for planners to realize the value of urban green aresa, also to ...