Líffæragjöf er lífsgjöf : sálræn líðan líffæraþega í kringum líffæraígræðslu

Markmið rannsóknarinnar var að skoða sálræna líðan og lífsgæði líffæraþega í kringum líffæraígræðslu. Rannsóknarsniðið var kerfisbundin og ítarleg heimildaleit að rannsóknum og greinum um sálræna líðan líffærþega og lífsgæði þeirra. Að auki var tekið viðtal við hjúkrunarfræðing á ígræðsludeild Lands...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Petra Þórðardóttir 1980-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/25013
Description
Summary:Markmið rannsóknarinnar var að skoða sálræna líðan og lífsgæði líffæraþega í kringum líffæraígræðslu. Rannsóknarsniðið var kerfisbundin og ítarleg heimildaleit að rannsóknum og greinum um sálræna líðan líffærþega og lífsgæði þeirra. Að auki var tekið viðtal við hjúkrunarfræðing á ígræðsludeild Landspítalans í Reykjavík. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu fram á að sálræn líðan líffæraþega einkenndist gjarnan af kvíða og þynglyndi í kringum líffæraígræðslu. Mikið tilfinngarót er meðal líffæraþega á ferli ígræðslunnar og sýna rannsóknir fram á marktæka fylgni á milli kvíða og biðtíma líffæraþega eftir líffærinu. Biðin eftir líffæri getur varað í marga mánuði og í sumum tilfellum mörg ár. Mikil vöntun er á líffærum til ígræðslu á Íslandi og á heimsvísu og lengist því biðlisti eftir líffæragjöf ört. Hræðsla vegna höfnunar líkamans á ígrædda líffærinu er mikil og er sú hræðsla ein af orsökum sálrænna veikinda líffæraþega. Aukaverkanir ónæmisbælandi lyfja eru einnig stór áhrifavaldur sálrænnar vanlíðanar líffæraþega. Ónæmisbælandi lyf eru nauðsynleg meðferð fyrir líffæraþega til að fyrirbygga höfnun líkamans á ígrædda líffærinu. Aukaverkanir lyfjanna geta verið mjög miklar og alvarlegar. Rannsóknir sýna fram á að þær aukaverkanir eru oft á tíðum aðdragandi kvíða og þunglyndis líffæraþega. Það hvernig sjúklingar meta lífsgæði sín eftir líffæraígræðslu virðist haldast í hendur við sálræna líðan. Það kom fram að margir líffæraþegar upplifa ferli ígræðslunnar sem jákvætt tímabil og sé það vegna bættra lífsskilyrða eftir ígræðsluaðgerð. Niðurstöður sýna að með mikilli eftirfylgd og með því að hafa sálfræðileg próf og mælitæki sem part af reglulegum læknisskoðunum væri ef til vill hægt að auka líkur á betri lífsgæðum líffæraþega. Lykilorð: Líffæraígræðsla, biðlisti, líðan líffæraþega, lífsgæði líffæraþega. The goal of this study was to look at the psychological well-being and the quality of life of transplant patients. A thorough analysis of studies and articles was carried out. In addition, due to limited resources on ...