Summary: | Rannsóknaráætlun þessi er lokaverkefni til B.S. prófs í hjúkrunarfræði við Heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri. Tilgangur fyrirhugaðrar rannsóknar er að kanna reynslu notenda af geðheilbrigðisþjónustu á fyrirfram ákveðnum stöðum utan höfuðborgarsvæðisins og hvernig þeir upplifa þá aðstoð og úrræði sem þeir hafa fengið. Geðheilsa er órjúfanlegur hluti af almennu heilbrigði og mikilvægur grunnur að almennri vellíðan. Góð geðheilsa er mikilvæg til þess að hver og ein manneskja geti fundist hún vera fullvirkur einstaklingur innan samfélagsins og því mikilvægt að gott aðgengi að geðþjónustu sé til staðar. Geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi er því miður ábótavant þrátt fyrir hin ýmsu verkefni af hálfu stjórnvalda og annarra aðila. Víðsvegar hefur verið fjallað um gæði þjónustunnar og úrræðin sem í boði eru og jafnvel minnst á að margir geðsjúkir verði fyrir vanrækslu og fordómum bæði innan sem utan stofnanna. Rannsóknaraðferðin verður megindleg og gagna verður aflað með spurningalistum. Leitast verður eftir því að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum: Hver er reynsla notenda af geðheilbrigðisþjónustu á völdum stöðum utan höfuðborgarsvæðisins? Er geðheilbrigðisþjónusta á völdum stöðum utan höfuðborgarsvæðisins fullnægjandi að mati notenda? Eru einstaklingar með geðraskanir að notfæra sér þá geðheilbrigðisþjónustu sem í boði er á völdum svæðum utan höfuðborgarsvæðisins? Raddir notenda hafa haft lítið vægi þegar kemur að ákvörðunum er varða geðheilbrigðisþjónustu en með fyrirhugaðri rannsókn er það vonin að varpa ljósi á þeirra reynslu og gefa notendum meira vægi þegar kemur að skipulagningu þjónustunnar. Lykilhugtök: Heilbrigðisþjónusta, heilsugæsla, geðheilbrigði, geðröskun, úrræði, reynsla, heilbrigðisstefna, aðgerðaráætlun. This research proposal is a thesis towards a B.S. degree in nursing at the University of Akureyri. The proposed study will examine the experience of people who have used the mental health service in specific places outside the capital area of Iceland and how they have experienced the ...
|