Summary: | Verkefnið er lokað til 12.5.2017. Rannsóknaráætlun þessi er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði við Heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri. Tilgangur fyrirhugaðar rannsóknar er að kanna reynslu einstaklinga með hjartabilun af persónumiðaðri nálgun og stuðningi við sjálfsumönnun á göngudeild hjartabilunar á Landspítala Háskólasjúkrahús (LSH). Talið er að tilvikum hjartabilana muni fjölga á komandi árum vegna hækkandi aldurs í samfélaginu sem og öðrum langvinnum sjúkdómum. Sjálfsumönnun er flókið ferli sem felur í sér viðurkenningu einstaklings á einkennum. Í rannsókninni verður lögð áhersla á einstaklinga með hjartabilun sem nýta þjónustu göngudeildar hjartabilunar á LSH. Persónumiðuð nálgun er hugtak sem ætti að innleiða betur í heilbrigðisþjónustunni. Sjúklingarnir eru ólíkir og því þarf að mæta þeim þar sem þeir eru staddir hverju sinni. Litið er á þá sem einstaklinga á bak við veikindin þar sem reynsla þeirra og óskir eru settar í forgang. Persónumiðuð nálgun leggur áherslu á að sjúklingar taki þátt í eigin meðferð því er gagnlegt að efla þá til sjálfsumönnunar. Notast verður við Vancouver-skólann í fyrirbærafræði í rannsókninni. Gögnum verður aflað með einstaklingsviðtölum við sjúklinga með hjartabilun sem nýta þjónustu göngudeildar hjartabilunar á LSH og er áætlað að þátttakendur verða alls 20 sjúklingar. Höfundar vonast til þess að niðurstöður fyrirhugaðar rannsóknar verði til þess að efla hugtakið persónumiðuð nálgun og að heilbrigðisstarfsfólk verði meira vakandi fyrir nálguninni til að efla einstaklinga til betri sjálfsumönnunar. Lykilhugtök: Hjartabilun, persónumiðuð nálgun, sjálfsumönnun, göngudeild. This thesis is a final project to the completion of a B.Sc. degree in nursing from the University of Akureyri. The aim of the proposed study is to explore the experiences of patients with heart failure, from a person centered care approach, and support for self-care in the outpatient clinic at Landspítali Hospital (LSH). It is believed that the number of heart failure cases will increase ...
|