Heilsuvenjur unglinga í 10. bekk á Íslandi árið 2014: Könnun á matarvenjum, hreyfingu og líkamsþyngdarstuðli

Verkefnið er lokað til 20.9.2016. Hreyfingarleysi barna og unglinga á Íslandi er áhyggjuefni sem hugsanlega hefur áhrif á lýðheilsu þjóðarinnar í framtíðinni. Aukinni líkamsþyngd fylgir áhætta á aukinni tíðni sjúkdóma, líkt og áunninni sykursýki og hjartasjúkdómum. Helsta orsök þyngdaraukningar er t...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Birna Ásgeirsdóttir 1973-, Birna Guðrún Árnadóttir 1987-, Svanhvít Antonsdóttir Michelsen 1973-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/24946
Description
Summary:Verkefnið er lokað til 20.9.2016. Hreyfingarleysi barna og unglinga á Íslandi er áhyggjuefni sem hugsanlega hefur áhrif á lýðheilsu þjóðarinnar í framtíðinni. Aukinni líkamsþyngd fylgir áhætta á aukinni tíðni sjúkdóma, líkt og áunninni sykursýki og hjartasjúkdómum. Helsta orsök þyngdaraukningar er talin vera ójafnvægi milli orkuinntöku og hreyfingar. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hver staða unglinga í 10. bekk á Íslandi er þegar kemur að hreyfingu, matarvenjum og líkamsþyngdarstuðli. Kynjamunur var skoðaður á fyrrgreindum atriðum og leitast var við að kanna hvort regluleg hreyfing hefur forspárgildi fyrir eða tengist heilsusamlegum matarvenjum og líkamsþyngdarstuðli þátttakenda. Notast var við fyrirliggjandi gögn úr íslenska hlutanum í alþjóðlegu rannsókninni Health Behaviours in School-Aged Children (HBSC), sem framkvæmd er á fjögurra ára fresti og styrkt af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO). Þátttakendur voru nemendur í 10. bekk á Íslandi sem svöruðu HBSC könnuninni árið 2013/14. Spurningalistinn innihélt 112 spurningar er vörðuðu heilsu og lífskjör nemenda. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að marktækur kynjamunur var á matarvenjum og líkamsþyngdarstuðli en ekki á hreyfingu, þar sem bæði kynin hreyfa sig álíka mikið. Matarvenjur stelpna voru heilsusamlegri, en strákar drukku frekar gosdrykki F(1, 3468) = 207,484, p = 0,000 en stelpur og þeir borðuðu meira af óhollustu og skyndibitum, F(1, 3459) = 80,440, p = 0,000. Strákar mældust með marktækt hærri líkamsþyngdarstuðul, F(1, 3278) = 5,396, p = 0,020 en stelpur. Niðurstöður sýndu fram á marktæk tengsl milli hreyfingar, bæði við líkamsþyngdarstuðul og matarvenjur. Aukin hreyfing hafði forspárgildi fyrir lækkun á líkamsþyngdarstuðli, r = -0,044 p = 0,000. Þeir sem hreyfðu sig minna mældust með betri eða heilsusamlegri matarvenjur, r = -0,114, p = 0,000. Lack of exercise among children and adolescents in Iceland is of great concern and its potential impact on the public health of the nation. Increased body weight is associated with ...