Timburverslun og síldveiðar Norðmanna á Austurlandi á 19. öld

Aðalsögusvið ritgerðar þessarar er Seyðisfjörður á síðari hluta nítjándu aldar og jafnframt að nokkru leyti firðirnir þar fyrir sunnan. Meginkaflar eru þrír. Sá fyrsti fjallar um timburverslun Norðmanna á Íslandi á 19. öld og hin sérstöku tengsl trjáiðnaðarkaupmanna í Mandal í Suður-Noregi við Íslen...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Helgi Theódór Hauksson 1948-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/24691
Description
Summary:Aðalsögusvið ritgerðar þessarar er Seyðisfjörður á síðari hluta nítjándu aldar og jafnframt að nokkru leyti firðirnir þar fyrir sunnan. Meginkaflar eru þrír. Sá fyrsti fjallar um timburverslun Norðmanna á Íslandi á 19. öld og hin sérstöku tengsl trjáiðnaðarkaupmanna í Mandal í Suður-Noregi við Íslendinga eftir miðja öldina. Þar á eftir koma tveir kaflar um síldveiðar Norðmanna á Austfjörðum 1867-1881 og 1882-1891. Efni þetta er áhugavert vegna umfangsmikilla áhrifa sem þessi starfsemi Norðmanna hafði á líf fólks á Austurlandi og reyndar á landinu öllu. Þá hefur sagnfræðileg umfjöllun um þessi mál fram til þessa verið af skornum skammti og áhugavert að gera tilraun til úrbóta í þeim efnum. Frásögnin hefst árið 1788 eftir lok dönsku einokunarverslunarinnar hér á landi. Komst þá á takmörkuð fríhöndlun með verslunarfrelsi Íslendinga við alla íbúa Danaveldis. Bæði Ísland og Noregur voru enn hlutar þessa veldis og hófst nú bein verslun milli landanna tveggja með miklum takmörkunum af hálfu Dana. Fyrstu árin ráku kaupmenn frá Bergen hér lausaverslun í samkeppni við danska fastakaupmenn. Er Napoleonsstyrjöldin hófst árið 1807 rofnuðu þessi nýlegu viðskiptatengsl Íslendinga og Norðmanna. Við lok þeirrar styrjaldar 1814 gekk Noregur undan Danaveldi og varð sambandsríki Svíþjóðar. Norðmönnum var þá ekki lengur heimilt að stunda verslun og veiðar við Ísland. Tveimur árum síðar veittu Danir tilslökun til lausaverslunar erlendra kaupfara hérlendis að hámarki 500 stórlestir árlega. Var leyfisveitingin ekki síst vegna mikils trjáviðarskorts á Íslandi og var aðallega nýtt af norskum timburkaupmönnum. Það dugði þó skammt svo mest innflutt timbur kom sem fyrr hingað með dönskum kaupförum. Eftir 1830 jókst hlutdeild norskra skipa og um 1850 tók Mandal við forystuhlutverki í timburinnflutningi til Færeyja og Íslands. Þáttaskil urðu í íslenskri verslun er Danir gáfu hana frjálsa öllum þjóðum frá 1855. Vaxandi þáttur í versluninni upp frá því var sala Íslendinga á lifandi hrossum og sauðfé til Bretlandseyja. Greiddu Bretar búpeninginn ...