Umsvif Rússlands á norðurslóðum. Stefna, yfirlýsingar og framkvæmd

Áhugi alþjóðasamfélagsins hefur að undanförnu beinst mikið að málefnum norðurslóða. Með loftslagsbreytingum og bráðnun íss eru að opnast stór svæði við Norðurheimskaut sem áður voru lokuð undir íshellunni. Talið er að á þeim svæðum sé mikið af verðmætum auðlindum eins og olíu og gasi og að þær auðli...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Hallgerður Ragnarsdóttir 1990-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/24177
Description
Summary:Áhugi alþjóðasamfélagsins hefur að undanförnu beinst mikið að málefnum norðurslóða. Með loftslagsbreytingum og bráðnun íss eru að opnast stór svæði við Norðurheimskaut sem áður voru lokuð undir íshellunni. Talið er að á þeim svæðum sé mikið af verðmætum auðlindum eins og olíu og gasi og að þær auðlindir séu að miklu leyti á norðursvæðum Rússlands. Komið hefur fram í opinberri stefnu Rússlands að stór áform eru uppi um nýtingu svæða norðurslóða. Rússland hefur sett fram djarfar landfræðilegar kröfur á Norðurheimskautasvæðum, sem spanna m.a. yfir svæði Norðurpólsins. Þrátt fyrir mikla gagnrýni annarra ríkja á svæðinu stendur Rússland fast á sínu. Rússland hefur stórar áætlanir um auðlindarnýtingu olíu og gass á norðurslóðum og hefur gert samninga við erlend og alþjóðleg fyrirtæki um framkvæmdirnar. Umhverfi norðursvæða Rússlands stafar ógn af áhrifum loftslagsbreytinga og mengunar frá iðnaði á svæðinu. Rússland hefur gert áætlanir um hreinsun mengaðra svæða og tekið þátt í alþjóðasamstarfi um umhverfismál en stór svæði hafa þó nú þegar mengast í norðrinu. Rússland hefur verið að auka við hernaðarafla sinn á norðurslóðum en það hefur þó ekki komið til þess að Rússland hafi beitt hernaðarlegu valdi á svæðinu. Almennt er talið að í alþjóðakerfinu einkennist hegðun Rússlands af raunhyggju, eins og hernaðarleg íhlutun ríkisins í Georgíu og Úkraínu hefur sýnt fram á. Þegar kemur að málefnum norðurslóða hefur Rússland að sumu leyti verið að víkja frá þeirri ímynd og að vinna frekar að því að byggja upp alþjóðlegt samstarf á svæðinu í takt við mótunarhyggjukenningar. Rússland hefur verið að fylgja alþjóðalögum á svæðinu og stuðla að samstarfi og því ekki hagað sér líkt og einhliða gerandi á norðurslóðum.