Poïpoïdrome nr. 3, Reykjavík. Robert Filliou – samstarf og áhrif á íslenskan myndlistarvettvang

Franski listamaðurinn Robert Filliou (1926–1987) er talinn einn af helstu framlínumönnum flúxushreyfingarinnar. Hann var gestakennari við nýlistadeild Myndlista- og handíðaskólans í byrjun árs 1978 fyrir tilstilli deildarstjórans Magnúsar Pálssonar. Í þessari ritgerð verður varpað ljósi á hvernig þa...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Hildur Rut Halblaub 1984-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/23632
Description
Summary:Franski listamaðurinn Robert Filliou (1926–1987) er talinn einn af helstu framlínumönnum flúxushreyfingarinnar. Hann var gestakennari við nýlistadeild Myndlista- og handíðaskólans í byrjun árs 1978 fyrir tilstilli deildarstjórans Magnúsar Pálssonar. Í þessari ritgerð verður varpað ljósi á hvernig það kom til að Filliou var fenginn til að sjá um kennslu við nýlistadeild Myndlista- og handíðaskólans og sérstaklega verður athugað hvort vera hans hér á landi hafi haft áhrif á nemendur hans, aðra íslenska listamenn sem og framgang mála hins íslenska myndlistarvettvangs og tengsl hans við hinn alþjóðlega listheim. Þá verður sjónum beint að verkinu Poïpoïdrome, sem Filliou setti upp í samstarfi við nemendur í Gallerí Suðurgötu 7. Farið verður einnig yfir feril Filliou og nokkur lykilverk hans og flúxushreyfingin skilgreind. Viðfangsefni Filliou voru oft nátengd samfélaginu og fjallaði hann um þætti þess, svo sem skóla, hagfræði og gildismat ásamt gerði hann uppreisn gegn viðteknum viðhorfum í listum.