Nýting á innra mati í grunnskólum Hafnarfjarðar. Rannsókn á nýtingu úr niðurstöðum innra mats í þremur grunnskólum í Hafnarfirði

Rannsókn þessi fjallar um nýtingu innra mats í þremur grunnskólum í Hafnarfirði. Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á mikilvægi innra mats skóla sem þætti í þróunarstarfi. Í rannsókninni er Skólapúlsinn og nýting hans sérstaklega skoðuð en Skólapúlsinn er matskerfi sem flestir grunnskólar á Í...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Arnór Heiðarsson 1987-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/23406
Description
Summary:Rannsókn þessi fjallar um nýtingu innra mats í þremur grunnskólum í Hafnarfirði. Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á mikilvægi innra mats skóla sem þætti í þróunarstarfi. Í rannsókninni er Skólapúlsinn og nýting hans sérstaklega skoðuð en Skólapúlsinn er matskerfi sem flestir grunnskólar á Íslandi nýta við innra mat. Rannsóknin var unnin að mestu vorið og sumarið 2015 og er unnin með eigindlegri aðferðafræði þar sem tekin voru níu viðtöl í þremur grunnskólum í Hafnarfiði. Niðurstöður voru greindar í fimm þemu: Tegundir innra mats, umbótaáætlun, sýnileiki á innra mati, viðhorf til innra mats og tíma- og peningaleysi til innra mats. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að innra mat sé mikilvægur þáttur í þróunarstarfi grunnskóla og nauðsynlegt sé að halda vel utan um það. Niðurstöður benda til þess að mikilvægt er að vanda til verka þegar unnið er að innra mati og að stöðugt mat sé nauðsynlegt til þess að hægt sé að fá heildræna mynd af skólastarfinu. Með því er hægt að nýta niðurstöður úr innra mati til að auka gæði skólastarfs á Íslandi. Ljóst er að þörf er á frekari rannsóknum á nýtingu innra mats í grunnskólum á Íslandi. Lykilorð: Sjálfsmat, innra mat, Skólapúlsinn, skólaþróun, mat á skólastarfi, skólastarf. This study examines the use of school self-evaluation in three elementary schools in Hafnarfjörður, Iceland. The objective of this study is to show the importance of self-evaluation as a factor of school improvement. The study particularly examines the utilization of Skólapúlsinn, which is an evaluating system that most primary schools in Iceland use as a part of their self-evaluation. The study was mostly carried out during spring and summer of 2015, with a qualitative method, which involves nine interviews in three primary schools in Hafnarfjörður. Results were analyzed in five themes: Types of self-evaluation, improvement plan, visibility of self-evaluation, attitude towards self-evaluation, and lack of time and money for self-evaluation. Results suggest that a proper self-evaluation ...