CESAR - Stundatöflugerðar kerfi fyrir HR

Verkefnið fólst í að betrumbæta kerfi Háskólans í Reykjavík þegar kemur að gerð stundatafla fyrir kennara og nemendur skólans. Fundinn var stundatöflugerðar hugbúnaður frá þriðja aðila sem sér um gerð stundatafla en forritaður var milliliður, sem fékk nafnið CESAR, sem sér um að nálgast nauðsynleg g...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Einar Þór Traustason 1990-, Margrét S. Kristjánsdóttir 1986-
Other Authors: Háskólinn í Reykjavík
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/23249
Description
Summary:Verkefnið fólst í að betrumbæta kerfi Háskólans í Reykjavík þegar kemur að gerð stundatafla fyrir kennara og nemendur skólans. Fundinn var stundatöflugerðar hugbúnaður frá þriðja aðila sem sér um gerð stundatafla en forritaður var milliliður, sem fékk nafnið CESAR, sem sér um að nálgast nauðsynleg gögn fyrir stundatöflugerð og koma þeim á það form sem stundatöflugerðar hugbúnaður getur tekið við. Einnig sér CESAR um að taka við tilbúnni stundatöflu frá hugbúnaði á formi xml skráar og bókar stofur á gagnagrunn skólans sem sóst er eftir í stundatöflunni. Markmið verkefnisins var að finna leið til að auðvelda gerð stundatafla fyrir starfsfólk skólans. Gera viðbætur á kerfum skólans sem mundu að miklu leyti vélvæða stundatöflugerð. Fyrsta skref var að ákveða hvaða leið yrði farin til að framkvæma þessar viðbætur. Tvennt var í boði, annars vegar að hefjast handa við að forrita kerfi frá grunni sem mundi sjá um gerð stundatafla fyrir skólann. Hinsvegar að finna hugbúnað frá þriðja aðila sem mundi sjá um gerð stundataflanna og forritaður yrði milliliður (þáttari) sem sæi um að sækja nauðsynleg gögn frá gagnagrunni skólans og setja þau á það form sem stundatöflugerðar hugbúnaður þyrfti. Seinni kosturinn varð fyrir valinu þar sem talið var að sá fyrri væri full stórt verkefni fyrir tvo og yrði einungis upphaf af stóru framtíðar verkefni sem aðrir nemendur gætu tekið við og haldið áfram með. Aftur á móti er fyrri kosturinn verkefni sem vert væri fyrir skólann að skoða.