Matarinnkaup í netverslun : staða og þróun á Íslandi og í Evrópu

Miklar framfarir hafa verið í upplýsingatækni og nettengingum undanfarin ár sem hefur bein áhrif á það hvernig almenningur nýtir sér netið. Hlutfall nettengdra heimila á Íslandi var 96,5% árið 2014 og 97% landsmanna taldist til reglulegra netnotenda. Íslandi trónir á toppnum samanborið við aðrar þjó...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Gunnhildur E. Ferdinandsdóttir 1985-
Other Authors: Háskólinn á Bifröst
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/23137
Description
Summary:Miklar framfarir hafa verið í upplýsingatækni og nettengingum undanfarin ár sem hefur bein áhrif á það hvernig almenningur nýtir sér netið. Hlutfall nettengdra heimila á Íslandi var 96,5% árið 2014 og 97% landsmanna taldist til reglulegra netnotenda. Íslandi trónir á toppnum samanborið við aðrar þjóðir í Evrópu í þessum málum (Hagstofa Íslands, 2015). Þessi mikla tæknilega þróun hefur breytt neytenda- og kauphegðun almennings, meðal annars hvar og hvenær viðskiptavinir kjósa að versla. Netverslun Íslendinga hefur þó ekki komist almennilega á skrið og mælist 66,4% árið 2014 sem er ekki jafn mikil og meðal margra annarra þjóða í Evrópu. Sama gildir um matarinnkaup Íslendinga í netverslun, en aukning virðist þó vera þar á og eru 12% þeirra sem versla í netverslun sem kjósa að versla matvöru sína í gegnum netverslun. Möguleikar til matarinnkaupa á netinu eru einnig mun minni á Íslandi en gerist á Norðurlöndunum og í Bretlandi til dæmis. Mikil samkeppni er á íslenskum dagvörumarkaði en þrátt fyrir það er einungis ein dagvöruverslun sem býður upp á netverslun. Markaðstækifæri gætu því falist í lágvöru dagvöruverslun á netinu. Sökum þess hvaða samgöngumáta Íslendingar kjósa sér, gæti markaður reynst frekar fyrir netverslun með matvöru sem býður neytendum að sækja vörur á ákveðnar afgreiðslustöðvar, á leið sinni heim frá vinnu. Much development has been in the information technology and Internet connections in recent years, which has a direct impact on how consumers use the internet. Percentage of households with Internet access in Iceland was 96.5% in 2014 and 97% of the population was considered as regular Internet users, which is much higher than in many other countries in Europe (Hagstofa Íslands, 2015). This great technological development has changed consumer and buyers behavior, including where and when they prefer to purchase their goods. Despite the high internet usage in Iceland, e-commerce has not grown as fast and was measured 66.4% in 2014 which is not as great as in many other European countries. Grocery ...