Tækifæri Austurlands sem jaðarsvæðis í ferðaþjónustu

Austurland er það svæði sem er hvað lengst frá Reykjavík og helstu ferðamannagáttinni inn í landið í Keflavík. Sem jaðarsvæði á Austurland erfiðara með að festa sig í sessi sem áfangastaður ferðamanna. Megin markmið þessarar rannsóknar er að meta tækifæri Austurlands sem jaðarsvæðis í ferðaþjónustu...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Þórný Óskarsdóttir 1956-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/23127
Description
Summary:Austurland er það svæði sem er hvað lengst frá Reykjavík og helstu ferðamannagáttinni inn í landið í Keflavík. Sem jaðarsvæði á Austurland erfiðara með að festa sig í sessi sem áfangastaður ferðamanna. Megin markmið þessarar rannsóknar er að meta tækifæri Austurlands sem jaðarsvæðis í ferðaþjónustu með því að greina styrkleika, veikleika, tækifæri og ógnanir svæðisins sem jaðarsvæðis í ferðaþjónustu. Tekin voru níu viðtöl við heimafólk. Áhersla var lögð á tala við aðila frá öllum sveitarfélögum. Auk aðila sem hafa starfað lengi við ferðaþjónustu var tekið viðtal við markaðsfulltrúa sem sér um markaðssetningu ferðaþjónustunnar á Austurlandi. Við úrvinnslu viðtalanna var stuðst við Svót greiningu. Niðurstöður sýna að heimamenn meta fjarlægð frá Keflavík og lágt þjónustustig vera veikleika ferðaþjónustunnar á svæðinu. Náttúran, friður og ró eru hins vegar þeir þættir sem heimamenn meta sem helstu styrkleika svæðisins. Tækifæri ferðaþjónustunnar eru talin liggja í beinu millilandaflugi til Egilsstaða, auknu framboði á afþreyingu, og aukinni samvinnu ferðaþjónustuaðila. Skortur á frumkvöðlum og menntuðu starfsfólki eru á hinn bóginn helstu ógnanir ferðaþjónustunnar. Sem jaðarsvæði birtist vandi ferðaþjónustu Austurlands þannig einkum í því hversu langan tíma það tekur að ferðast þangað sem og í háu verði á flugfargjöldum. Skortur á aðdráttarseglum á svæðinu auka síðan á þennan vanda. Það að vera jaðarsvæði ferðaþjónustunnar gefur svæðinu ákveðna sérstöðu innan íslenskrar ferðaþjónustu. Mikilvægt er að slík sérstaða byggist á því að nýta þau tækifæri sem svæðið býður upp á, á sjálfbæran hátt. Lykilorð: Austurland, jaðarsvæði, tækifæri, ferðaþjónusta