%0 Thesis %A Jóhannes Vollertsen 1986- %E Háskóli Íslands %D 2009 %G Icelandic %T Norrænu sjálfstjórnarsvæðin og Evrópusambandið %U http://hdl.handle.net/1946/2236 %X Þessi ritgerð reynir að bæta við kenningu dr. Christine Ingebritsen um áhrif stærstu iðaðaragreinarinnar á stefnumótun Norðurlanda vegna málefna sem varða Evrópusambandið. Í upprunalegu kenningunni er fjallað um hvernig hin sjálfstæðu ríki Norðurlanda hafa brugðist við Evrópusamrunanum sem átt hefur sér stað eftir heimstyrjöldina síðari. Innan norrænnar samvinnu er hefð fyrir því að norrænu sjálfstjórnarsvæðin, Álandseyjar, Færeyjar og Grænland, hafi svipaða stöðu og ríkin og er tilgangur þessarar ritgerðar að skoða hvort kenning Ingebritsen eigi einnig við um sjálfstjórnarsvæðin. Sjálfstjórnarsvæðin þrjú hafa með algjörlega mismunandi hætti brugðist við því að ríkin sem þau tilheyra, Danmörk og Finnland, hafa gengið í Evrópusambandið. Álandseyjar gengu í sambandið en fengu allnokkrar undanþágur. Færeyjar völdu að standa alfarið utan Evrópusambandsins. Grænlendingar gengu í sambandið en gengu aftur úr því seinna og eru þeir eina ríkið sem hefur sagt sig úr Evrópusambandinu. Þrátt fyrir að sjálfstjórnarsvæðin hafi brugðist með svo mismunandi hætti við Evrópusambandinu, þá virðist hin leiðandi iðnaðargrein ráða mestu um að ríkin hafi tekið þær ákvarðanir sem þau gerðu. Það fellur vel að kenningu Ingebritsen og er niðurstaða ritgerðarinnar sú að kenning Ingebritsen eigi einnig vel við norrænu sjálfstjórnarsvæðin og ekki bara við norrænu ríkin.