Árangur og brottfall í hugrænni atferlismeðferð í hópi með teknu tilliti til þunglyndis, kvíða, streitu og félagsfælni

Nokkrar af algengustu ástæðum örorku í heiminum eru geðraskanir en þær sækja á fólk þvert á stétt, stöðu, aldur eða kyn. Algengi slíkra raskana hafa aukist síðustu ár og eru vísbendingar uppi um að sú þróun muni halda áfram í framtíðinni. Hugræn atferlismeðferð hefur reynst vel við geðröskunum og er...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Einar Kristinsson 1982-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/21961
Description
Summary:Nokkrar af algengustu ástæðum örorku í heiminum eru geðraskanir en þær sækja á fólk þvert á stétt, stöðu, aldur eða kyn. Algengi slíkra raskana hafa aukist síðustu ár og eru vísbendingar uppi um að sú þróun muni halda áfram í framtíðinni. Hugræn atferlismeðferð hefur reynst vel við geðröskunum og er ein mest rannsakaða meðferðin sem sálfræðingar búa yfir í dag. Þrátt fyrir að hafa reynst vel er brottfall úr meðferðinni gjarnan hátt svo stór hópur fólks sem hefur meðferð nær ekki bata. Ekki er vitað hvað veldur háu brottfalli en líklega er um samspil margra þátta að ræða. Einstaklingsmeðferðir og meðferðir fyrir sértæka hópa eru algengar og meirihluti rannsókna á efninu snúa að þess konar meðferðarformum. Á göngudeild geðdeildar á Sjúkrahúsinu á Akureyri (SAk) hefur hins vegar hópameðferð í blönduðum hópi verið notuð og byggir þessi rannsókn á gögnum úr slíkum meðferðum frá árabilinu 2010-2014. Árangur af hugrænni atferlismeðferð er kannaður út frá sjálfsmatskvörðunum DASS, SIAS og SPS og einnig er brottfall rannsakað út frá alvarleika einkenna á áðurnefndum kvörðum. Úrtak rannsóknarinnar voru 145 skjólstæðingar göngudeildar geðdeildar SAk en 85 þeirra luku meðferð. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að einkenni þunglyndis, kvíða og streitu minnka við hugræna atferlismeðferð en sambærilegur árangur sést ekki þegar félagskvíði er skoðaður. Þeir sem hafa alvarlegri einkenni þunglyndis og streitu virðast frekar falla úr meðferð en hinir sem hafa vægari einkenni og er það í samræmi aðrar rannsóknir á efninu. Hins vegar fundust ekki tengsl á milli alvarleika kvíða og brottfalls. Mental illness is one of the leading causes of disability worldwide, cutting across age, gender and status. The prevalence of mental illness has increased over the last years and will likely continue to do so. Cognitive behavioural therapy has proven to be an effective treatment for mental illness and is one of the most researched psychological therapies to date. Drop-out rates from cognitive behavioural therapy are high so a large part of ...