Sjálfsálit og vímuefnanotkun íslenskra unglinga í 10. bekk

Vímuefnaneysla virðist vera að aukast á meðal ungs fólks alls staðar í heiminum. Þessi aukning er tengd mörgum þáttum, þar á meðal menningu ungmenna. Vímuefnanotkun byrjar oftast á unglingsárunum og sem betur fer virðist þetta vera tímabundið skeið í lífi flestra. Vímuefnaneysla er vaxandi vandamál...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Anna María Örnólfsdóttir 1983-, Magnea Ingólfsdóttir 1961-, Olga Ellen Þorsteinsdóttir 1980-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/21956
Description
Summary:Vímuefnaneysla virðist vera að aukast á meðal ungs fólks alls staðar í heiminum. Þessi aukning er tengd mörgum þáttum, þar á meðal menningu ungmenna. Vímuefnanotkun byrjar oftast á unglingsárunum og sem betur fer virðist þetta vera tímabundið skeið í lífi flestra. Vímuefnaneysla er vaxandi vandamál hér á landi. Aftur á móti hefur dregið úr reykingum á meðal ungmenna og þau byrja seinna að drekka en áður var. Sjálfsálit felur í sér hvernig viðhorf þú hefur til sjálfs þíns. Unglingi með hátt sjálfsálit finnst hann vera mikilvægur einstaklingur, trúir á sjálfan sig og getur treyst sínum eigin ákvörðunum. Unglingur sem með lágt sjálfsálit hefur aftur á móti oft ekki sterka sjálfsmynd um það hver hann er, hvers hann er megnugur og gerir hluti til að ganga í augun á jafningjum sínum. Niðurstöður rannsókna hafa sýnt að þeir sem eru með hátt sjálfsálit eru líklegri en þeir sem eru með lágt sjálfsálit til að afþakka þegar jafningjar þeirra bjóða þeim sígarettur, áfengi, kannabis og önnur vímuefni. Markmið rannsóknarinnar er að skoða mun á reykingum, áfengis- og kannabisnotkun hjá unglingum í 10. bekk á Íslandi og hvort hærra sjálfsálit hafi áhrif á notkun þeirra á þessum efnum. Einnig verður skoðað hvort þarna sé munur á milli kynja. Gögnin sem notast var við eru úr rannsókn sem heitir Evrópska vímuefnarannsóknin eða ESPAD (2011) (European Survey Project on Alcohol and Drugs) og er samevrópsk rannsókn um vímuefnaneyslu unglinga í 8. -10. bekk. Data collected from across the world is showing an increase in substance abuse among young people. In Iceland substance abuse is an increasing problem however research shows that less young people are smoking tobacco and are older when they start drinking alchohol.Substance abuse often starts in the adolescence stage of human development. These substance abuse behaviours in adolescents can be contributed to a number of factors including youth culture, peer pressure and self-esteem. Self-esteem refers to the feelings or attitude the individual has towards themselves. Adolescents ...