Málfræðikennsla : viðhorf nemenda og kennara og nýting nemenda á elsta stigi á málfræði

Í þessu meistaraprófsverkefni er fjallað um málfræðikennslu. Rannsóknarspurningin snýr að því hver viðhorf nemenda og kennara eru gagnvart málfræði, þ.e. hvaða gildi og merkingu hún hefur í kennslustofunni og utan hennar. Samhliða þessu er leitað svara við því hvernig nemendur telja sig nýta málfræð...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Stefán Smári Jónsson 1988-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/21907
id ftskemman:oai:skemman.is:1946/21907
record_format openpolar
spelling ftskemman:oai:skemman.is:1946/21907 2023-05-15T13:08:45+02:00 Málfræðikennsla : viðhorf nemenda og kennara og nýting nemenda á elsta stigi á málfræði Stefán Smári Jónsson 1988- Háskólinn á Akureyri 2015-06 application/pdf http://hdl.handle.net/1946/21907 is ice http://hdl.handle.net/1946/21907 Menntunarfræði Meistaraprófsritgerðir Grunnskólar Íslenska Málfræði Viðhorfskannanir Thesis Master's 2015 ftskemman 2022-12-11T06:51:59Z Í þessu meistaraprófsverkefni er fjallað um málfræðikennslu. Rannsóknarspurningin snýr að því hver viðhorf nemenda og kennara eru gagnvart málfræði, þ.e. hvaða gildi og merkingu hún hefur í kennslustofunni og utan hennar. Samhliða þessu er leitað svara við því hvernig nemendur telja sig nýta málfræði í daglegu lífi. Notast er við rannsóknargögn úr viðamikilli sameiginlegri rannsókn Háskólans á Akureyri og Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Rannsóknin ber heitið Íslenska sem námsgrein og kennslutunga en að henni koma kennarar sem kenna íslensku við báða skólana ásamt meistara- og doktorsnemum. Gagna var aflað veturinn 2013–2014 en rannsóknin er enn í gangi þegar þetta er ritað. Rannsóknin nær yfir alla þætti íslensku en gögnin sem hér eru notuð snúa aðeins að málfræði. Rannsóknin er eigindleg og byggir á hálfstöðluðum einstaklings- og hópviðtölum ásamt vettvangsathugunum. Tekin voru einstaklingsviðtöl við íslenskukennara á unglingastigi og umsjónarkennara 3. og 6. bekkjar en hópviðtöl við nemendur úr 6. og 9. bekk, sitt í hvoru lagi. Einnig voru gerðar vettvangsathuganir í kennslustundum í íslensku þar sem unnið var með málfræði. Helstu niðurstöður sýndu að kennarar flétta málfræði inn í annað kennsluefni og búa til sín eigin verkefni í stað þess að reiða sig að öllu leyti á kennslubækur. Kennararnir segja nemendum ekki leiðast málfræðin en það fari þó eftir því hvernig hún er kennd og af hverjum. Nemendur virðast líka í erfiðleikum með að tengja málfræðihugtökin við kunnáttu sína og sýna þekkingu sína í verkefnum. Nemendur voru í heildina frekar neikvæðir gagnvart málfræði og aðeins fáir sáu nytsemi hennar. Einn neikvæðasti hópurinn hafði ekki fengið skýr svör frá foreldrum eða kennurum um gildi málfræði og sá því lítinn tilgang í því að læra hana. Þeir nemendur sem töldu sig góða í málfræði sögðust nýta málfræðina til leiðréttingar á málfari sínu og annarra en aðrir sögðu málfræðireglur nýtast sér minnst af því sem þeir hafa lært í íslensku. This thesis is about Icelandic grammar teaching. The research ... Thesis Akureyri Akureyri Háskólans á Akureyri Skemman (Iceland) Akureyri Gerðar ENVELOPE(-20.878,-20.878,63.834,63.834)
institution Open Polar
collection Skemman (Iceland)
op_collection_id ftskemman
language Icelandic
topic Menntunarfræði
Meistaraprófsritgerðir
Grunnskólar
Íslenska
Málfræði
Viðhorfskannanir
spellingShingle Menntunarfræði
Meistaraprófsritgerðir
Grunnskólar
Íslenska
Málfræði
Viðhorfskannanir
Stefán Smári Jónsson 1988-
Málfræðikennsla : viðhorf nemenda og kennara og nýting nemenda á elsta stigi á málfræði
topic_facet Menntunarfræði
Meistaraprófsritgerðir
Grunnskólar
Íslenska
Málfræði
Viðhorfskannanir
description Í þessu meistaraprófsverkefni er fjallað um málfræðikennslu. Rannsóknarspurningin snýr að því hver viðhorf nemenda og kennara eru gagnvart málfræði, þ.e. hvaða gildi og merkingu hún hefur í kennslustofunni og utan hennar. Samhliða þessu er leitað svara við því hvernig nemendur telja sig nýta málfræði í daglegu lífi. Notast er við rannsóknargögn úr viðamikilli sameiginlegri rannsókn Háskólans á Akureyri og Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Rannsóknin ber heitið Íslenska sem námsgrein og kennslutunga en að henni koma kennarar sem kenna íslensku við báða skólana ásamt meistara- og doktorsnemum. Gagna var aflað veturinn 2013–2014 en rannsóknin er enn í gangi þegar þetta er ritað. Rannsóknin nær yfir alla þætti íslensku en gögnin sem hér eru notuð snúa aðeins að málfræði. Rannsóknin er eigindleg og byggir á hálfstöðluðum einstaklings- og hópviðtölum ásamt vettvangsathugunum. Tekin voru einstaklingsviðtöl við íslenskukennara á unglingastigi og umsjónarkennara 3. og 6. bekkjar en hópviðtöl við nemendur úr 6. og 9. bekk, sitt í hvoru lagi. Einnig voru gerðar vettvangsathuganir í kennslustundum í íslensku þar sem unnið var með málfræði. Helstu niðurstöður sýndu að kennarar flétta málfræði inn í annað kennsluefni og búa til sín eigin verkefni í stað þess að reiða sig að öllu leyti á kennslubækur. Kennararnir segja nemendum ekki leiðast málfræðin en það fari þó eftir því hvernig hún er kennd og af hverjum. Nemendur virðast líka í erfiðleikum með að tengja málfræðihugtökin við kunnáttu sína og sýna þekkingu sína í verkefnum. Nemendur voru í heildina frekar neikvæðir gagnvart málfræði og aðeins fáir sáu nytsemi hennar. Einn neikvæðasti hópurinn hafði ekki fengið skýr svör frá foreldrum eða kennurum um gildi málfræði og sá því lítinn tilgang í því að læra hana. Þeir nemendur sem töldu sig góða í málfræði sögðust nýta málfræðina til leiðréttingar á málfari sínu og annarra en aðrir sögðu málfræðireglur nýtast sér minnst af því sem þeir hafa lært í íslensku. This thesis is about Icelandic grammar teaching. The research ...
author2 Háskólinn á Akureyri
format Thesis
author Stefán Smári Jónsson 1988-
author_facet Stefán Smári Jónsson 1988-
author_sort Stefán Smári Jónsson 1988-
title Málfræðikennsla : viðhorf nemenda og kennara og nýting nemenda á elsta stigi á málfræði
title_short Málfræðikennsla : viðhorf nemenda og kennara og nýting nemenda á elsta stigi á málfræði
title_full Málfræðikennsla : viðhorf nemenda og kennara og nýting nemenda á elsta stigi á málfræði
title_fullStr Málfræðikennsla : viðhorf nemenda og kennara og nýting nemenda á elsta stigi á málfræði
title_full_unstemmed Málfræðikennsla : viðhorf nemenda og kennara og nýting nemenda á elsta stigi á málfræði
title_sort málfræðikennsla : viðhorf nemenda og kennara og nýting nemenda á elsta stigi á málfræði
publishDate 2015
url http://hdl.handle.net/1946/21907
long_lat ENVELOPE(-20.878,-20.878,63.834,63.834)
geographic Akureyri
Gerðar
geographic_facet Akureyri
Gerðar
genre Akureyri
Akureyri
Háskólans á Akureyri
genre_facet Akureyri
Akureyri
Háskólans á Akureyri
op_relation http://hdl.handle.net/1946/21907
_version_ 1766121281333231616