Summary: | Síldargöngur inn Breiðafjörð undanfarin ár hafa borið með sér mikla næringu inn í vistkerfi fjarðarins. Síldin hefur drepist í stórum stíl, af mismunandi ástæðum, og fallið til botns þar sem hún rotnaði og olli ofauðgun svo að botninn varð ólífvænlegur fyrir flest dýr. Áhrif lífrænnar mengunar á botndýralíf í Breiðafirði voru könnuð með tveimur rannsóknum á grunnsævi. Önnur rannsóknin beindist að gildruveiði á marflóm á mismenguðum svæðum fyrir utan Stykkishólm á Snæfellsnesi. Þar voru helstu niðurstöður þær að marflóartegundin Anonyx sarsi var í ríkum mæli á svæðinu og fannst í meira magni á minna menguðum stöðvum. Hin rannsóknin sneri að áhrifum mikils síldardauða í Kolgrafafirði en þar drápust yfir 50 þúsund tonn af síld í kringum áramótin 2012 til 2013. Áhrif síldardauðans á botndýralíf voru borin saman við rannsókn Agnars Ingólfssonar sem var gerð árið 1999 vegna mats á umhverfisáhrifum þverunar Kolgrafafjarðar. Engar rannsóknir eru til við sambærilegar aðstæður hér á landi og sköpuðust í Kolgrafafirði veturinn 2012 og 2013. Norsk rannsókn á áhrifum dauða nokkurra hundruða tonna af síld í litlum firði í Norður-Noregi sýndi að það tók botninn um þrjú ár að komast í fyrra horf. Tegundasamsetning botndýra í Kolgrafafirði árin 1999 og 2013 var gjörólík. Mikil tegundafækkun varð í kjölfar síldardauðans. Mengunarsækni burstaormurinn Capitella capitata fannst í um 9.600 einstaklinga á fermetra að meðaltali í firðinum og mest í yfir 77.000 einstaklinga á fermetra á einni stöð. Aðeins fannst eitt eintak af tegundinni í Kolgrafafirði árið 1999. The overwintering Atlantic herring Clupea harengus, off the coast of the Snæfellsnes peninsula, western Iceland, has had a large impact on the marine ecosystem of the southern Breiðafjörður bay. In winter 2012 - 2013, over 50,000 tonnes of herring succumbed to oxygen depletion in a large scale die-off in the shallow silled fjord Kolgrafafjörður. Around 20,000 tonnes of dead herring accumulated on the seafloor and subsequently some of the benthic biota washed ashore. The ...
|