„Halló, heyrist í mér?" : staða kvenna í útvarpi á Íslandi

Tilgangur þessa verkefnis er að reyna varpa ljósi á stöðu kvenna í íslensku útvarpi og komast að því hvers vegna konur eru töluvert færri en karlar bæði sem starfsmenn í dagskrárgerð og/eða sem viðmælendur í fjölmiðlinum. Þrjár mismunandi aðferðir voru notaðar til að kanna kynjahlutfallið í útvarpi...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Kristín Þóra Jóhannsdóttir 1990-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/21829
Description
Summary:Tilgangur þessa verkefnis er að reyna varpa ljósi á stöðu kvenna í íslensku útvarpi og komast að því hvers vegna konur eru töluvert færri en karlar bæði sem starfsmenn í dagskrárgerð og/eða sem viðmælendur í fjölmiðlinum. Þrjár mismunandi aðferðir voru notaðar til að kanna kynjahlutfallið í útvarpi á Íslandi. Fyrst greindi höfundur kynjahlutföll í útsendingu helstu útvarpsstöðva á Íslandi á ákveðnu tímabili; Rásar 1, Rásar 2, Bylgjunnar, FM957, K100 og X977. Því næst voru tekin viðtöl við dagskrárstjóra tveggja helstu útvarpsmiðla á Íslandi, Bylgjunnar og Rásar 2, til að fá þeirra álit á þeirri niðurstöðu sem rannsóknin leiddi í ljós. Fyrra viðtalið var tekið við Ívar Guðmundsson dagskrárstjóra Bylgjunnar og það síðara við Frank Hall dagskrárstjóra Rásar 2. Að lokum fengust fjórar núverandi og fyrrverandi útvarpskonur til að svara spurningalista á tölvutæku formi sem innihélt opnar spurningar m.a. um upplifun þeirra á að starfa við útvarp sem og mögulega ástæður þess að konur starfa síður og heyrast minna í útvarpi en karlar. Helstu niðurstöður verkefnisins eru á þá leið að breyta þurfi verklagi við ráðningar inn á útvarpsmiðla. Einnig þurfi að fjölga konum í útvarpi svo mýtan um að “kvennraddir hjómar verr en karlaraddir” deyji út og vaninn verði sá að eðlilegt teljist að kvennraddir heyrist jafnt á við karla í útvarpi. Að lokum þurfa konur að vera óhræddar við að koma sér á framfæri og vera öruggari á að gefa kost á sér í viðtöl. The aim of this project is to shed a light on the situation of women in the Icelandic Radio and find out why women are considerably fewer than men both as employees and/or as an interviewee. Three different methods were used to examine the gender ratio in radio in Iceland. First the author analysed the gender ratios in the main radio stations in Iceland during a certain period of time; Rás 1, Rás 2, Bylgjan, FM957, K100 and X977. Then interviews were conducted with directors of two main radio stations in Iceland, Bylgjan and Rás 2 to get their opinion on the outcome of what the ...