Endurvinnsla þekkingar : að vinna kennslumyndbönd úr gömlum fyrirlestrum

Tilgangurinn sem liggur að baki þessu lokaverkefni var að kanna möguleika þess að láta nemendur vinna kennsluefni í formi stuttra kennslumyndbanda úr gömlum kennslu-fyrirlestrum. Í fórum Háskólans á Akureyri má finna veglegt safn af fyrirlestrarupptökum. Sú þekking sem þar liggur er almennt ekki aðg...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Helgi Freyr Hafþórsson 1986-, Magnús Einarsson 1977-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/21819
Description
Summary:Tilgangurinn sem liggur að baki þessu lokaverkefni var að kanna möguleika þess að láta nemendur vinna kennsluefni í formi stuttra kennslumyndbanda úr gömlum kennslu-fyrirlestrum. Í fórum Háskólans á Akureyri má finna veglegt safn af fyrirlestrarupptökum. Sú þekking sem þar liggur er almennt ekki aðgengileg nemendum og er því að mestu ónýtt. Með því að vinna styttri kennslumyndbönd upp úr þessu safni væri hægt að nýta hana á máta sem þjónar þörfum nemenda fyrir styttra og hnitmiðaðra kennsluefni, jafnt sem upprifjunarefni eða ítarefni. Höfundar hafa nú unnið kennslumyndbönd byggð á þessum gömlu upptökum, með það markmið að sýna fram á getu nemenda til slíkrar vinnu. Afurð þeirrar vinnu eru fimmtán stutt kennslumyndbönd auk átta myndbanda sem innihalda stytta útgáfu þeirra fyrirlestra sem unnið var með. Verkefnið var unnið með hliðsjón af kenningum félagslegrar hugsmíðahyggju en þær kenningar leggja sérstaka áherslu á hlutverk nemenda í að móta sinn eigin skilning á kennsluefni út frá þeim félagslega veruleika sem nemandi býr við. Leituðust höfundar því eftir því að myndböndin innihéldu myndrænar tengingar milli viðfangsefnis fyrirlestranna og hins daglega lífs, til að mynda í formi vinsællar dægurmenningar og tilvísana í nýliðna atburði. Við gerð myndbandanna tóku höfundar einnig mið af kenningum sem útskýra virkni minnis og kenningum um kennsluefni á margmiðlunarformi byggðum á þeim grunni. Eftirfarandi skýrsla tekur saman þær kenningar sem unnið var með, hugmyndafræði höfunda og vinnuferlið sem liggur að baki myndböndunum. The goal of this thesis was to explore the possibility of having students convert lecture recordings into short educational videos. A sizeable collection of knowledge, in the form of a large number of lecture recordings, is stored at the University of Akureyri. These recordings are, for the most part, not accessible to students or being utilized by them in any other way. By extracting the knowledge found in these recordings to produce short educational videos, the stored knowledge could be ...