Máttur hugans : dáleiðsla sem heildræn meðferð með áherslu á barneignarferlið

Rannsóknaráætlun þessi er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Megintilgangur hennar er að kanna hvort dáleiðsla geti bætt líðan kvenna með barn á brjósti og þannig aukið jákvæð tengsl milli móður og barns. Þar sem engar rannsóknir hafa verið gerðar á því sviði verð...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Inga Heinesen 1989-, Dania Heinesen 1983-, Íris Ósk Egilsdóttir 1990-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/21812
Description
Summary:Rannsóknaráætlun þessi er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Megintilgangur hennar er að kanna hvort dáleiðsla geti bætt líðan kvenna með barn á brjósti og þannig aukið jákvæð tengsl milli móður og barns. Þar sem engar rannsóknir hafa verið gerðar á því sviði verður sýnt fram á nytsemi dáleiðslu sem hjúkrunarmeðferð og kostum hennar í barneignarferlinu. Þannig er efnið tengt við þau vandkvæði sem geta átt sér stað í brjóstagjöfinni. Markmiðið er að auka víðsýni heilbrigðisstarfsfólks og almennings þegar kemur að heildrænum meðferðum. Dáleiðsla hefur verið notuð í mörg hundruð ár sem meðferð við ýmsum kvillum. Kostir dáleiðslu eru margvíslegir og meðal annars er vert að nefna að dáleiðsla er aukaverkanalaus og hvetur til sjálfshjálpar. Rannsóknir á dáleiðslu hafa sýnt fram á gagnsemi hennar við kvíða, þunglyndi, verkjum og fleiri heilsufarsvandmálum. Í barneignarferlinu hefur dáleiðsla verið notuð við verkjum í fæðingu og hefur sýnt fram á bætta upplifun kvenna af fæðingunni. Sett var fram tillaga að rannsókn, sem byggð er á eigindlegum rannsóknaraðferðum. Byggist hún á djúpum einstaklings viðtölum við konur sem hefur verið vísað til rannsakenda af ung- og smábarnavernd. Tekin verða tvö viðtöl, eitt í upphafi og annað eftir íhlutun. Áætlað er að taka viðtöl við um 15-20 konur. Með slíkri rannsókn vonumst við til að sýna fram á hvort dáleiðsla nýtist við brjóstagjöf. Einnig er það von okkar að hafa jákvæð áhrif á viðhorf heilbrigðisstarfsfólks og almennings þegar kemur að heildrænum meðferðum. This research plan is a final thesis, which is a part of a B.S. degree in nursing, at the University of Akureyri. The purpose of this research plan is to determine whether hypnosis can improve the well-being of women who are breastfeeding and increase the positive bonding between mother and child. The purpose of this literature review is to demonstrate the usefulness of hypnosis as a nursing intervention and its benefits in the childbearing process. In this manner the topic of this ...