Snemmíhlutun í geðrofssjúkdóma : notagildi og árangur snemmíhlutunar í geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi

Rannsóknaráætlun þessi er lokaverkefni til B.S. prófs í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Tilgangur rannsóknar er að meta áhrif snemmíhlutunar á einstaklinga með geðrofssjúkdóm og hvernig einstaklingurinn sjálfur upplifir meðferðina. Einnig er tilgangurinn að meta þann ávinning sem næst með s...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Lóa Maja Stefánsdóttir 1974-, Elín Svana Lárusdóttir 1989-, Sandra Sif Gunnarsdóttir 1990-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/21762
Description
Summary:Rannsóknaráætlun þessi er lokaverkefni til B.S. prófs í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Tilgangur rannsóknar er að meta áhrif snemmíhlutunar á einstaklinga með geðrofssjúkdóm og hvernig einstaklingurinn sjálfur upplifir meðferðina. Einnig er tilgangurinn að meta þann ávinning sem næst með snemmíhlutun. Rannsóknarspurningarnar sem leitast verður svara við eru: Hver er upplifun einstaklinga á snemmíhlutun í geðrofssjúkdómum? Hver er ávinningur þess að beita snemmíhlutun við meðferð ungs fólks í fyrsta geðrofi? Hvaða áhrif hefur snemmíhlutun á meðferðarheldni? Erlendar rannsóknir hafa leitt í ljós að notagildi og árangur snemmíhlutunar er mjög mikill. Snemmíhlutun hefur skilað sér í færri ótímabærum dauðsföllum, betri meðferðarheldni, meiri þátttöku í samfélaginu, færri bakslögum, styttri tíma ómeðhöndlaðs geðrofs og umfram allt bættum lífsgæðum og sparnaði fyrir þjóðfélagið. Notuð verður eigindleg aðferðafræði byggð á fyrirbærafræði Vancouver skólans. Viðtöl verða tekin við 9-12 einstaklinga sem fengið hafa snemmíhlutunar meðferðarform á Laugarásnum - meðferðargeðdeild í að lágmarki 4 ár. Þátttakendur þurfa að vera á aldursbilinu 22-30 ára, hafa geðrofssjúkdóms greiningu og vera meðferðarheldnir. Þörf er á eigindlegum rannsóknum á Íslandi til að meta árangur sérstakra meðferðarúrræða eins og snemmíhlutunar. Gagnreynd þekking og nýjar rannsóknir stuðla að stöðugri þróun meðferðarúrræða og bættri þjónustu. Með íslenskum rannsóknum myndu gæði geðheilbrigðisþjónustu hér á landi aukast, sem er einn tilgangur þessarar rannsóknar. This research plan is a bachelor’s degree thesis in Nursing at the University of Akureyri. The purpose of the study is to evaluate the effects of early intervention on individuals with schizophrenia and how the individual himself or herself experiences the treatment. The purpose is also to evaluate the benefits gained with early intervention. The research questions that will be asked are: What are the individuals’ experiences on early intervention for schizophrenia? What are the ...