Summary: | Lítil og meðalstór fyrirtæki eru mjög mikilvæg fyrir efnahagskerfi heimsins. Þau eru atvinnuskapandi og hafa jákvæð áhrif á samkeppni, nýsköpun og samfélagið í heild. Rannsóknir á þjálfun starfsmanna hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum eru af skornum skammti og þótt víðar væri leitað. Í þessari rannsókn er leitast við að svara rannsóknarspurningum sem varpa ljósi á hvaða þjálfunaraðferðum lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi beita og hvernig staðið er að ferlinu. Framkvæmd var eigindleg rannsókn á meðal tíu lítilla og meðalstórra fyrirtækja í Reykjavík og nágrenni. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að þjálfun starfsmanna hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum hérlendis er nokkuð sambærileg og því sem gengur og gerist erlendis. Þjálfun starfsmanna er fyrst og fremst tilviljanabundin og óformleg hjá litlum fyrirtækjum en eftir því sem fyrirtæki stækka verður þjálfun starfsmanna skipulagðari og formlegri. Mikilvægasta þjálfunin sem flestir fá er þjálfun í starfi á fyrstu vikum. Helstu hindranirnar fyrir þjálfun starfsmanna eru stjórnendurnir sjálfir, vanþekking þeirra á málaflokknum og tímaleysi. Um helmingur fyrirtækjanna sinnir fræðslumálum lítið og þau eru ekki að nýta sér aðstoð utanaðkomandi aðila jafn vel og þau gætu gert. Small and medium sized enterprises (SMEs) are the engine of the European economy. They are an essential source of jobs and have a positive effect on competitiveness, innovation and the community as a whole. Research on training at SMEs is limited. The aim of this study is to shed a light on the ways that Icelandic small and medium sized enterprises design and deliver training. A qualitative study was made among ten small and medium sized enterprises in the capital area. The results indicated that SMEs in Iceland have a lot of similarities with their foreign counterparts. Training is first and foremost haphazard and informal at small enterprises, but as they grow, the training gets more structured and formalized. The most important training a employee gets is on-the-job training ...
|