Læknar eru líka fólk . Vinnuskipulag og starfslíðan lækna á þremur sjúkrahúsum í þremur löndum

Þessi rannsókn fæst við að skoðaða ákveðna þættir í vinnuskipulagi og líðan lækna sem starfa á Landspítala Háskólasjúkrahúsi í Reykjavík, St. Olavs Hospital í Þrándheimi og Karolinska Universitetssjukhuset í Stokkhólmi. Rannsóknin er unnin upp úr könnun sem gekk undir nafninu HOUPE (Health and Organ...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Dagbjört L. Kjartansdóttir Bergmann 1961-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2009
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/2114
Description
Summary:Þessi rannsókn fæst við að skoðaða ákveðna þættir í vinnuskipulagi og líðan lækna sem starfa á Landspítala Háskólasjúkrahúsi í Reykjavík, St. Olavs Hospital í Þrándheimi og Karolinska Universitetssjukhuset í Stokkhólmi. Rannsóknin er unnin upp úr könnun sem gekk undir nafninu HOUPE (Health and Organisation among University Physicians in four European countries). Spurningarlistar voru sendir til starfandi lækna á fjórum sjúkrahúsum í fjórum löndum. Í rannsóknarverkefni þessu er aðeins unnið með hluta af gögnunum og skoðuð staða lækna á þremur sjúkrahúsum í þremur löndum. Í niðurstöðum kemur fram munur á milli spítalanna bæði hvað varðar vinnuskipulagsþætti eins og hlutverkaárekstra, sjálfræði í starfi, stuðning í starfsumhverfinu og frá yfirmönnum. Einnig kemur fram marktækur munur á milli spítalanna þegar litið er á líðan, örmögnun, starfsfirringu, einelti og gerendur eineltis. Í lokin er litið á alla læknana sem einn heildarhóp og skoðuð tengsl á milli vinnuskipulagsbreyta og starfslíðunar, sem eru fjórir fyrrnefndir þættir. Í öllum tilfellum koma fram marktæk tengsl á milli þessara breyta sem bendir til að vinnuskipulag hafi áhrif á starfsliðan lækna.