„Þetta er eiginlega bara lífsnauðsyn.“ Hvatar íslenskra fyrirtækja til aðgerða á sviði samfélagsábyrgðar og umhverfismála: Álit, upplifun og framtíðarsýn ráðgjafa

Rannsóknin miðar að því að varpa ljósi á þá hvata sem ráðgjafar telja mest áberandi í fyrirtækjaumhverfinu á Íslandi varðandi samfélagsábyrgð og umhverfismál og hvað geti orðið til þess að fleiri fyrirtæki leggi áherslu á samfélagsábyrgð eða umhverfisvæna starfshætti. Rannsóknin byggir á hálf-stöðlu...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Geirþrúður María Kjartansdóttir 1985-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/20990
Description
Summary:Rannsóknin miðar að því að varpa ljósi á þá hvata sem ráðgjafar telja mest áberandi í fyrirtækjaumhverfinu á Íslandi varðandi samfélagsábyrgð og umhverfismál og hvað geti orðið til þess að fleiri fyrirtæki leggi áherslu á samfélagsábyrgð eða umhverfisvæna starfshætti. Rannsóknin byggir á hálf-stöðluðum viðtölum. Viðmælendur starfa allir hjá ráðgjafafyrirtækjum sem sinna ráðgjöf til annarra fyrirtækja á sviði samfélagsábyrgðar og umhverfismála, til dæmis við innleiðingu á umhverfisstjórnunarkerfum. Rannsóknin er gerð samkvæmt eigindlegri aðferðafræði og fólst gagnasöfnun í því að tekin voru viðtöl við fimm ráðgjafa á sviði samfélagsábyrgðar og/eða umhverfismála. Ellefu lykilþemu voru greind með opinni kóðun. Þau eru útboð og innkaup, lagasetning, yfirvöld, fjárhagur, neytendur, ímynd, áhugi, upplýsingagjöf og miðlun, sveitarfélög, umhverfisbókhald og gerð samfélagsskýrslna og nýsköpun og vöruþróun. Lykilþemunum eru gerð ítarleg skil út frá kenningum á sviði samfélagsábyrgðar og umhverfismála, ásamt því að þau eru borin saman við niðurstöður sambærilegrar rannsóknar á hvötum til aðgerða á sviði samfélagsábyrgðar. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa innsýn inn í þætti sem hafa haft áhrif á þróun og framgang aðgerða fyrirtækja og stofnana á sviði samfélagsábyrgðar og umhverfismála. Þær gefa einnig hugmyndir um það hvaða hvatar eru líklegir til að hafa áhrif á íslensk fyrirtæki og stofnanir á komandi árum að mati ráðgjafa. Niðurstöður rannsóknarinnar endurspegla að miklu leyti niðurstöður samanburðarrannsóknar á íslenskum fyrirtækjamarkaði. Einn lykilþáttur niðurstaðna rannsóknarinnar er áhrifamáttur yfirvalda til þess að stýra framgangi samfélagsábyrgðar og umhverfismála á Íslandi. The aim of this paper is to examine drivers of corporate social responsibility (CSR), with a special focus on environmental issues and environmental management, in Iceland, from the perspective of consultants working in the field. The paper is based on qualitative research. Five interviews, with consultants working either in CSR or ...