Summary: | Mótorhjól eru ákveðinn fararmáti sem getur boðið upp á spennu og flæði adrenalíns. Mótorhjólið getur líka verið tákn frelsis í hugum þeirra sem aka þeim og geta boðið ökumanni sínum þann möguleika að skynja umhverfi sitt fullkomlega. Getur verið að hjólið bjóði því erlenda mótorhjólafólki sem kemur hingað til landsins, þrátt fyrir hverfult veður og oft óhentug akstursskilyrði, upp á annars konar upplifun á rými? Er hér annars konar ferðamaður á ferðinni? Helstu niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að mótorhjólaferðamenn geti verið dæmi um hinn nýja ferðamann, harðgerðari ferðamann sem sækist eftir nálægð við náttúruna og vill kynnast landinu á einstakan hátt en það tekst með aðstoð mótorhjólsins, líkamans og skynfæranna. Mótorhjólafólk er tilbúið að láta ýmislegt ganga yfir sig, svo sem vont veður eða torfærur í leit sinni að einstakri upplifun og hinu ósvikna. Mótorhjólið gefur fólki þá tilfinningu að það sé nær náttúrunni en farþegar í „búri“, en það segja margir mótorhjólamenn þegar þeir tala um bílinn. Lykilorð: ferðaþjónusta, frelsi, hinn nýi ferðamaður, landslag, mótorhjól, rými, skynjun, upplifun. Motorcycles can offer excitement and flow of adrenalin. It can be a symbol of freedom and offer its driver a sense of his surroundings perfectly. Is it possible that the motorcycle offers those foreign motorcyclists who come to Iceland, despite the ever-changing weather and often unconventional circumstances to drive them, a different experience of space? Do we have a new type of tourist here? Final outcomes of the research indicate that motorcyclists can be an example of a new tourist. He is tougher and seeks after proximity of nature and to experience a country in a uniqe way with the assistance of his motorcycle and his senses. Motorcyclists are prepared to go through a lot, for example bad weather or paths in their quest for unique experience and the authentic. Motorcycles gives drivers the feeling that they are closer to nature than passengers in „cages“, like many motorcyclists call cars. ...
|